| Sf. Gutt
Bill var harðskeyttur knattspyrnumaður og lék með Carlisle United og Preston North End. Hjá Preston var hann gríðarlega vinsæll og einn allra besti leikmaður liðsins. Hann vann F.A. bikarinn með liðinu 1938. Síðar var ein stúkan á Deepdale, heimavelli Preston, nefnd í höfuðið á honum. Bill komst í skoska landsliðið og lék fimm leiki með því.
Bill hafði gríðarlega mikinn áhuga á knattspyrnu og metnað. Það kom því ekki á óvart að hann reyndi fyrir sér sem framkvæmdastjóri. Hann var búinn að stjórna Carlisle United, Grimsby Town, Workington og Huddersfield Town áður enn hann var ráðinn til Liverpool 1. desember 1959.
Bill Shankly var alla tíð gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool og það var svo sem ekkert undarlegt. Hann dró liðið upp í efstu deild og gerði það að stórveldi í ensku knattspyrnunni. En það var ekki bara árangur liðsins sem gerði hann vinsælan. Bill náði að gera félagið, leikmenn liðsins og stuðningsmenn þess að einni heild, Rauða hernum! Bill varð, með heiðarleika og orðkyngi, fulltrúi og holdgervingur félagsins og alls þess sem því tengdist. Því hlutverki hélt hann löngu eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri og reyndar heldur hann því enn þann dag í dag og mun gera um ókomna tíð.
YNWA!
TIL BAKA
Til hamingju!

Bill var harðskeyttur knattspyrnumaður og lék með Carlisle United og Preston North End. Hjá Preston var hann gríðarlega vinsæll og einn allra besti leikmaður liðsins. Hann vann F.A. bikarinn með liðinu 1938. Síðar var ein stúkan á Deepdale, heimavelli Preston, nefnd í höfuðið á honum. Bill komst í skoska landsliðið og lék fimm leiki með því.
Bill hafði gríðarlega mikinn áhuga á knattspyrnu og metnað. Það kom því ekki á óvart að hann reyndi fyrir sér sem framkvæmdastjóri. Hann var búinn að stjórna Carlisle United, Grimsby Town, Workington og Huddersfield Town áður enn hann var ráðinn til Liverpool 1. desember 1959.
Bill Shankly var alla tíð gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool og það var svo sem ekkert undarlegt. Hann dró liðið upp í efstu deild og gerði það að stórveldi í ensku knattspyrnunni. En það var ekki bara árangur liðsins sem gerði hann vinsælan. Bill náði að gera félagið, leikmenn liðsins og stuðningsmenn þess að einni heild, Rauða hernum! Bill varð, með heiðarleika og orðkyngi, fulltrúi og holdgervingur félagsins og alls þess sem því tengdist. Því hlutverki hélt hann löngu eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri og reyndar heldur hann því enn þann dag í dag og mun gera um ókomna tíð.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan