| Sf. Gutt

Virgil van Dijk tekur við sem fyrirliði!


Í dag var staðfest að Virgil van Dijk tekur við fyrirliðabandinu af Jordan Henderson. Jordan var fyrirliði Liverpool frá 2015 þegar hann tók við af Steven Gerrard. Trent Alexander-Arnold verður varafyrirliði. James Milner var áður varafyrirliði. 


Virgil kom til Liverpool frá Southampton í byrjun árs 2018. Hann hefur leikið 222 leiki með Liverpool, skorað 19 mörk og lagt upp sjö. Virgil hefur stundum verið fyrirliði Liverpool síðustu árin þegar Jordan Henderson og James Milner voru ekki tiltækir. Virgil hefur verið fyrirliði Hollands síðustu misserin.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan