| Sf. Gutt
Einn miðjumaður hefur verið orðaður öðrum fremur við Liverpool allra síðustu vikurnar. Sá er heimsmeistari frá því í desember. Þetta er Alexis Mac Allister leikmaður Brighton and Hove Albion. Hann er bakatil fyrir miðju á myndinni hér að ofan ef rétt er séð.
Alexis hóf feril sinn með Argentinos Juniors 2016 og hann lék þar til 2019 en þá gekk hann í raðir Brighton. Hann vr í láni hjá argentínska liðinu á leiktíðinni 2019/20. Sumarið 2019 fór hann í lán til Boca Juniors. Alexis varð Argentínumeistari með Boca. Hann kom svo til Brighton fyrir fullt og fast í byrjun árs 2020.
Alexis Mac Allister var valinn í landsliðshóp Argentínu fyrir HM í Katar. Hann stóð sig mjög vel á mótinu og skoraði eitt mark. Fram til þessa hefur hann leikið 19 landsleiki.
Talið er nokkuð líklegt að Argentínumaðurinn vilji ganga til liðs við Liverpool. Í það minnsta er talið næsta víst að hann fari frá Brighton í sumar.
Þrátt fyrir nafn sem vísar til Skotlands er Alexis Mac Allister fæddur og uppalinn í Argentínu. Hann á þó ættir að rekja til Skotlands og Írlands.
TIL BAKA
Kemur heimsmeistari til Liverpool?

Einn miðjumaður hefur verið orðaður öðrum fremur við Liverpool allra síðustu vikurnar. Sá er heimsmeistari frá því í desember. Þetta er Alexis Mac Allister leikmaður Brighton and Hove Albion. Hann er bakatil fyrir miðju á myndinni hér að ofan ef rétt er séð.
Alexis hóf feril sinn með Argentinos Juniors 2016 og hann lék þar til 2019 en þá gekk hann í raðir Brighton. Hann vr í láni hjá argentínska liðinu á leiktíðinni 2019/20. Sumarið 2019 fór hann í lán til Boca Juniors. Alexis varð Argentínumeistari með Boca. Hann kom svo til Brighton fyrir fullt og fast í byrjun árs 2020.
Alexis Mac Allister var valinn í landsliðshóp Argentínu fyrir HM í Katar. Hann stóð sig mjög vel á mótinu og skoraði eitt mark. Fram til þessa hefur hann leikið 19 landsleiki.
Talið er nokkuð líklegt að Argentínumaðurinn vilji ganga til liðs við Liverpool. Í það minnsta er talið næsta víst að hann fari frá Brighton í sumar.
Þrátt fyrir nafn sem vísar til Skotlands er Alexis Mac Allister fæddur og uppalinn í Argentínu. Hann á þó ættir að rekja til Skotlands og Írlands.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Endurtekið efni! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning
Fréttageymslan