| Sf. Gutt
Jose Reina náði fágætum áfanga í vikunna að spila sinn 1000. leik á ferlinum. Það eru ekki ýkja margir leikmenn í sögunni sem hafa spilað svo marga leiki.
Spánverjinn lék stóran hluta þessara leikja með Liverpool. Alls spilaði hann 394 leiki fyrir hönd Liverpool á árunum 2005 til 2013.
Jose vann Stórbikar Evrópu með Liverpool 2005. Hann vann FA bikarinn og Samfélagsskjöldinn á 2006. Á leiktíðinni 2011/12 varð hann Deildarbikarmeistari.
Spánverjinn gerði sér lítið fyrir og vann Gullhanskann í Úrvalsdeildinni þrjár leiktíðir í röð 2005/06, 2006/07 og 2007/08. Magnað afrek!
Jose hóf feril sinn hjá Barcelona og lék fyrst með aðlliði félagsins á leiktíðinni 2000/01. Hann lék síðan með Villarreal frá 2002 áður en hann fór til Liverpool. Hann fór að láni til Napoli 2013 og var þar eina leiktíð áður en hann gekk til liðs við Bayern Munchen. Þar var hann eitt keppnistímabil þar til hann gerði samning við Napoli. Hann var hjá Napoli í þrjár leiktíðir en 2018 fór hann til AC Milan og var þar til 2020.
Reyndar lék hann sem lánsmaður hjá Aston Villa hluta af sparktíðinni 2019/20. Sumarið 2020 gekk Jose til liðs við Lazio og lék þar til síðasta sumars en þá fór hann á fornar slóðir og samdi við Villarreal. Hjá því félagi spilaði hann leik númer 1000!
Jose var í sigurliði Villareal sem vann Intertoto keppnina 2003 og 2004. Hann var hluti af Þýskalandsmeistaraliðs hópi Bayern Munchen 2014/15. Svo varð hann ítalskur bikarmeistari með Napoli 2014.
Jose spilaði með spænska landsliðinu frá 2005 til 2017. Alls lék hann 36 landsleiki. Hann var í heimsmeistaraliði Spánar 2010 og liðshópum þjóðar sinnar sem vann Evrópukeppni landsliða 2008 og 2012.
Jose hélt hreinu í 1000. leik sínum. Villareal vann 2:0 sigur á Cadiz. Mjög gaman fyrir hann að fá ekki á sig mark á þessum stóru tímamótum. Jose Reina varð fertugur í ágúst í fyrra. Hann er sannarlega hvergi af baki dottinn!
TIL BAKA
Þúsund leikir!
Jose Reina náði fágætum áfanga í vikunna að spila sinn 1000. leik á ferlinum. Það eru ekki ýkja margir leikmenn í sögunni sem hafa spilað svo marga leiki.
Spánverjinn lék stóran hluta þessara leikja með Liverpool. Alls spilaði hann 394 leiki fyrir hönd Liverpool á árunum 2005 til 2013.
Jose vann Stórbikar Evrópu með Liverpool 2005. Hann vann FA bikarinn og Samfélagsskjöldinn á 2006. Á leiktíðinni 2011/12 varð hann Deildarbikarmeistari.
Spánverjinn gerði sér lítið fyrir og vann Gullhanskann í Úrvalsdeildinni þrjár leiktíðir í röð 2005/06, 2006/07 og 2007/08. Magnað afrek!
Jose hóf feril sinn hjá Barcelona og lék fyrst með aðlliði félagsins á leiktíðinni 2000/01. Hann lék síðan með Villarreal frá 2002 áður en hann fór til Liverpool. Hann fór að láni til Napoli 2013 og var þar eina leiktíð áður en hann gekk til liðs við Bayern Munchen. Þar var hann eitt keppnistímabil þar til hann gerði samning við Napoli. Hann var hjá Napoli í þrjár leiktíðir en 2018 fór hann til AC Milan og var þar til 2020.
Reyndar lék hann sem lánsmaður hjá Aston Villa hluta af sparktíðinni 2019/20. Sumarið 2020 gekk Jose til liðs við Lazio og lék þar til síðasta sumars en þá fór hann á fornar slóðir og samdi við Villarreal. Hjá því félagi spilaði hann leik númer 1000!
Jose var í sigurliði Villareal sem vann Intertoto keppnina 2003 og 2004. Hann var hluti af Þýskalandsmeistaraliðs hópi Bayern Munchen 2014/15. Svo varð hann ítalskur bikarmeistari með Napoli 2014.
Jose spilaði með spænska landsliðinu frá 2005 til 2017. Alls lék hann 36 landsleiki. Hann var í heimsmeistaraliði Spánar 2010 og liðshópum þjóðar sinnar sem vann Evrópukeppni landsliða 2008 og 2012.
Jose hélt hreinu í 1000. leik sínum. Villareal vann 2:0 sigur á Cadiz. Mjög gaman fyrir hann að fá ekki á sig mark á þessum stóru tímamótum. Jose Reina varð fertugur í ágúst í fyrra. Hann er sannarlega hvergi af baki dottinn!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield!
Fréttageymslan