| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fjórir aðalliðsmenn á förum!
Í dag var tilkynnt að fjórir aðalliðsmenn Liverpool yfirgefi félagið í sumar. Tveir af þeim fara í flokk goðsagna Liverpool Football Club. Þessir fjórir leikmenn eru þeir James Milner, Roberto Firmino, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita.
Óhætt er að segja að mikill sjónarsviptir verði af þeim James og Roberto. Báðir eiga eftir að fara í flokk goðsagna Liverpool. Þeir komu til Liverpool sumarið 2015 og fékk Brendan Rodgers þá til félagsins. Þeir hafa leikið lykilhlutverk í velgengni Liverpool síðustu sex keppnistímabilin. Útkoman á þessari leiktíð liggur ekki alveg fyrir og hugsanlega verður hún viðunandi.
Alex kom til Liverpool 2017. Hann hefur svo sem staðið fyrir sínu en segja má að hann hafi aldrei náð sér almennilega á strik eftir alvarleg hnjámeiðsli vorið 2018. Hann missti ár úr en var sterkur á leiktíðinni 2019/20 þegar Liverpool varð Englandsmeistari. Síðan hafa meiðsli gert honum mjög erfitt fyrir.
Naby gekk til liðs við Liverpool 2018. Hann stóð aldrei alveg undir væntingum og mikil meiðsli höfðu þar sitt að segja. Síðasta keppnistímabil var líklega hans besta.
Hér að neðan er yfirlit yfir leikjafjölda þeirra félaga. Eins eru mörk talin og síðast stoðsendingar.
Sem fyrr segir verður þeirra James Milner og Roberto Firmino sárt saknað. Fyrir utan að hafa spilað frábærlega með Liverpool hafa þeir verið með allra vinsælustu leikmönnum félagsins síðustu árin. Þeir hafa líka verið miklir leiðtogar innan vallar sem utan og þá sérstaklega James.
Óhætt er að segja að mikill sjónarsviptir verði af þeim James og Roberto. Báðir eiga eftir að fara í flokk goðsagna Liverpool. Þeir komu til Liverpool sumarið 2015 og fékk Brendan Rodgers þá til félagsins. Þeir hafa leikið lykilhlutverk í velgengni Liverpool síðustu sex keppnistímabilin. Útkoman á þessari leiktíð liggur ekki alveg fyrir og hugsanlega verður hún viðunandi.
Alex kom til Liverpool 2017. Hann hefur svo sem staðið fyrir sínu en segja má að hann hafi aldrei náð sér almennilega á strik eftir alvarleg hnjámeiðsli vorið 2018. Hann missti ár úr en var sterkur á leiktíðinni 2019/20 þegar Liverpool varð Englandsmeistari. Síðan hafa meiðsli gert honum mjög erfitt fyrir.
Naby gekk til liðs við Liverpool 2018. Hann stóð aldrei alveg undir væntingum og mikil meiðsli höfðu þar sitt að segja. Síðasta keppnistímabil var líklega hans besta.
Hér að neðan er yfirlit yfir leikjafjölda þeirra félaga. Eins eru mörk talin og síðast stoðsendingar.
James Milner - 2015 til 2023. 330 26 45.
Roberto Firmino - 2015 til 2023. 360 109 72.
Alex Oxlade-Chamberlain - 2017 til 2023. 146 18 13.
Naby Keita - 2018 til 2023. 129 11 6.
Sem fyrr segir verður þeirra James Milner og Roberto Firmino sárt saknað. Fyrir utan að hafa spilað frábærlega með Liverpool hafa þeir verið með allra vinsælustu leikmönnum félagsins síðustu árin. Þeir hafa líka verið miklir leiðtogar innan vallar sem utan og þá sérstaklega James.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield!
Fréttageymslan