| Sf. Gutt

Ungliði með þrenn verðlaun!


Ungliðinn Conor Bradley er búinn að vera í láni hjá Bolton Wanderes á leiktíðinni. Hann er búinn að standa sig frábærlega og fékk þrenn verðlaun á uppskeruhátíð félagsins!

Í fyrsta lagi var hann valinn Leikmaður ársins í vali stuðningsmanna Bolton. Í annan stað kusu leikmenn Bolton hann Leikmann ársins. Þriðju verðlaunin fékk hann fyrir að vera valinn Ungliði ársins hjá félaginu. Sannarlega frábær árangur hjá Conor. 


Conor spilaði fimm leiki með Liverpool á síðasta keppnistímabili en var lánaður til Bolton fyrir þessa leiktíð. Bolton er í þriðju efstu deild og spilar á næstunni í umspili um að komast upp um deild. 

Conar Bradley er landsliðsmaður Norður Írlands. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik vorið 2021 áður en hann lék með aðalliði Liverpool. Hann er búinn að spila 12 landsleiki og þykir hafa staðið sig mjög vel. 

Conor, sem verður tvítugur í júlí, spilar oftast sem hægri bakvörður. Hver veit nema hann komi eitthvað við sögu hjá Liverpool á næsta keppnistímabili. Það er alla vega ekki vafi á því að hann er mjög efnilegur. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan