| Sf. Gutt
Segja má að Evrópukeppni hefjist í Liverpool í kvöld. Alla vega fer fyrsti hluti Evrópusöngkeppni sjónvarpsstöðva fram í Liverpool núna í kvöld. Um er að ræða fyrri undanúrslitariðil keppninnar. Sá seinni fer fram á fimmtudagskvöldið. Úrslitakeppnin er svo á dagskrá á laugardagskvöldið. Keppnin er á dagskrá Ríkissjónvarpsins klukkan sjö.
Diljá Pétursdóttir flytur framlag Íslands í Liverpool Arena höllinni á fimmtudagskvöldið. Lagið sem hún syngur heitir Power eða Kraftur.
Söngvakeppnin er mikill viðburður. Fjöldi fólks er komið til Liverpool til að fylgjast með keppninni fyrir utan allt það fólk sem vinnur við framkvæmd keppninnar, keppendur og fylgdarlið.
Úkraína vann keppnina fyrir ári en vegna stríðsástandsins þar í landi var ekki talið óhætt að halda keppnina í ár þar eins og hefð kveður á um. Það er að segja að keppnin sé haldin í þjóðlandi þess lands sem síðast bar sigur af hólmi í keppninni. Birmingham, Glasgow, Leeds, Liverpool, Manchester, Newcastle og Sheffield sóttu um að halda keppnina þegar ákveðið var að Bretland myndi halda keppnina í stað Úkraínu. Valið stóð svo að síðustu á milli Liverpool og Glasgow. Liverpool borg varð fyrir valinu en það kemur því ekki til af góðu að keppnin skuli vera í Liverpool.
Hér má fylgjast með fréttum af keppninni á vef Rúv.
Hér má horfa á kynningarmyndband um keppnina. Liverpool F.C. kemur aðeins við sögu!
TIL BAKA
Evróvision í Liverpool!

Segja má að Evrópukeppni hefjist í Liverpool í kvöld. Alla vega fer fyrsti hluti Evrópusöngkeppni sjónvarpsstöðva fram í Liverpool núna í kvöld. Um er að ræða fyrri undanúrslitariðil keppninnar. Sá seinni fer fram á fimmtudagskvöldið. Úrslitakeppnin er svo á dagskrá á laugardagskvöldið. Keppnin er á dagskrá Ríkissjónvarpsins klukkan sjö.
Diljá Pétursdóttir flytur framlag Íslands í Liverpool Arena höllinni á fimmtudagskvöldið. Lagið sem hún syngur heitir Power eða Kraftur.
Söngvakeppnin er mikill viðburður. Fjöldi fólks er komið til Liverpool til að fylgjast með keppninni fyrir utan allt það fólk sem vinnur við framkvæmd keppninnar, keppendur og fylgdarlið.
Úkraína vann keppnina fyrir ári en vegna stríðsástandsins þar í landi var ekki talið óhætt að halda keppnina í ár þar eins og hefð kveður á um. Það er að segja að keppnin sé haldin í þjóðlandi þess lands sem síðast bar sigur af hólmi í keppninni. Birmingham, Glasgow, Leeds, Liverpool, Manchester, Newcastle og Sheffield sóttu um að halda keppnina þegar ákveðið var að Bretland myndi halda keppnina í stað Úkraínu. Valið stóð svo að síðustu á milli Liverpool og Glasgow. Liverpool borg varð fyrir valinu en það kemur því ekki til af góðu að keppnin skuli vera í Liverpool.
Hér má fylgjast með fréttum af keppninni á vef Rúv.
Hér má horfa á kynningarmyndband um keppnina. Liverpool F.C. kemur aðeins við sögu!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gull og silfur! -
| Sf. Gutt
Kemur heimsmeistari til Liverpool? -
| Sf. Gutt
Hvert fer James Milner? -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Markaregn í sólarblíðunni á suðurströndinni! -
| Sf. Gutt
Sadio Mané þýskur meistari -
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt að lenda -
| Sf. Gutt
Þúsund leikir! -
| Mummi
Tillögur um lagabreytingar fyrir næsta aðalfund Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Ég þakka Guði!
Fréttageymslan