| Sf. Gutt

Hann verður að hlusta á mömmu sína!Djibril Cissé, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappe eigi að hlusta á mömmu sína. Ástæðan er einföld. Hún elskar Liverpool og Djibril segir að hún geti hugsanlega haft áhrif á að hann fari til Liverpool. Hann segir að Kylian myndi gera mikinn usla í ensku knattspyrnunni.

,,Ef hann kæmi til Anfield myndi hann sannarlega valda miklum usla í Úrvalsdeildinni. Mamma Mbappe elskar Liverpool. Hann verður að hlusta á mömmu sína eins og allir góðir strákar eiga að gera!"Einhver samskipti hafa átt sér stað milli Kylian og Liverpool.  Vitað er Kylian hafði á einhverjum tímapunkti samband við félagið Hann sagði mömmu sína hafa haft áhrif á það mál. 

,,Ég ræddi við Liverpool af því það er uppáhaldsliðið hennar mömmu minnar. Mamma mín elskar Liverpool!"


Djibril Cisse var í Liverpool á dögunum og spilaði með goðsögnum Liverpool á móti Celtic. Hann stóð sig vel og lagði upp seinna mark Liverpool í 2:0 sigri!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan