| Sf. Gutt
TIL BAKA
Meiðslafréttir
Hér koma nýjustu meiðslafréttir. Einn leikmaður er að verða leikfær eftir langa fjarveru. Einn leikmaður meiddist í landsleikjahrotunni.
Luis Díaz er alveg að verða leikfær og teljast það miklar og góðar fréttir. Hann er búinn að æfa vel upp á síðkastið og hugsanlega er talið að hann verði í liðshópnum á móti Manchester City á laugardaginn. Það er þó ekki alveg öruggt.
Darwin Núnez fékk frí frá landsleikjum Úrúgvæ vegna meiðsla. Hann meiddist á ökkla á móti Real Madrid. Ekki er alveg víst að hann geti spilað gegn Manchester City en þó er það talið líklegt.
Cody Gakpo missti af fyrri landsleik Hollands vegna veikinda en spilaði síðari hálfleikinn í þeim seinni. Hann ætti því að geta verið með á móti City.
Kostas Tsimikas fór meiddur af velli í seinni landsleik Grikkja. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Það hefur svo sem ekki verið gefið út að hann verði eitthvað frá.
Thiago Alcantara verður einhvern tíma frá í viðbót. Hugsanlega einhverjar vikur.
Stefan Bajcetic og Calvin Ramsay eru komnir í sumarfrí vegna meiðsla. Þeir koma ekki til æfinga fyrr en undirbúningur hefst fyrir næsta keppnistímabil.

Luis Díaz er alveg að verða leikfær og teljast það miklar og góðar fréttir. Hann er búinn að æfa vel upp á síðkastið og hugsanlega er talið að hann verði í liðshópnum á móti Manchester City á laugardaginn. Það er þó ekki alveg öruggt.
Darwin Núnez fékk frí frá landsleikjum Úrúgvæ vegna meiðsla. Hann meiddist á ökkla á móti Real Madrid. Ekki er alveg víst að hann geti spilað gegn Manchester City en þó er það talið líklegt.

Cody Gakpo missti af fyrri landsleik Hollands vegna veikinda en spilaði síðari hálfleikinn í þeim seinni. Hann ætti því að geta verið með á móti City.
Kostas Tsimikas fór meiddur af velli í seinni landsleik Grikkja. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Það hefur svo sem ekki verið gefið út að hann verði eitthvað frá.
Thiago Alcantara verður einhvern tíma frá í viðbót. Hugsanlega einhverjar vikur.
Stefan Bajcetic og Calvin Ramsay eru komnir í sumarfrí vegna meiðsla. Þeir koma ekki til æfinga fyrr en undirbúningur hefst fyrir næsta keppnistímabil.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Liverpool Football Club á afmæli í dag! -
| Sf. Gutt
Farinn eftir einn leik! -
| Sf. Gutt
Gull og silfur! -
| Sf. Gutt
Kemur heimsmeistari til Liverpool? -
| Sf. Gutt
Hvert fer James Milner? -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Markaregn í sólarblíðunni á suðurströndinni! -
| Sf. Gutt
Sadio Mané þýskur meistari -
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt að lenda -
| Sf. Gutt
Þúsund leikir!
Fréttageymslan