| Sf. Gutt
Það sem af er þessarar leiktíðar hefur Liverpool ekki unnið einn einasta af þeim leikjum sem liðið hefur leikið í hádeginu! Alls hefur Liverpool spilað fimm hádegisleiki það sem af er sparktíðarinnar.
Hádegisleikir eru þeir leikir sem hefjast klukkan hálf eitt að enskum tíma. Nokkuð merkilegt er að Liverpol skuli hafa gengið svona illa í þessum leikjum. Það er spurning hvort um tilviljun sé að ræða!

Liverpool hefur tapað tveimur af leikjunum. Fyrst 1:0 fyrir Nottingham Forest í haust og svo með sömu markatölu gegn Bournemouth um liðna helgi. Í báðum tilfellum töp fyrir liðum sem eru að berjast við fall!
Þremur leikjanna hefur lokið með jafntefli. Í fyrstu umferðinni 2:2 á móti Fulham. Svo komu markalaus jafntefli gegn Everton í haust og á móti Chelsea fyrr á árinu.
Næsti leikur Liverpool er einmitt hádegisleikur. Liverpool mætir Manchester City á útivelli 1. apríl. Það væri gott ef þessi bölvun á hádegisleikjum Liverpool sé hér með búin!
TIL BAKA
Engin sigur í hádeginu!

Það sem af er þessarar leiktíðar hefur Liverpool ekki unnið einn einasta af þeim leikjum sem liðið hefur leikið í hádeginu! Alls hefur Liverpool spilað fimm hádegisleiki það sem af er sparktíðarinnar.
Hádegisleikir eru þeir leikir sem hefjast klukkan hálf eitt að enskum tíma. Nokkuð merkilegt er að Liverpol skuli hafa gengið svona illa í þessum leikjum. Það er spurning hvort um tilviljun sé að ræða!

Liverpool hefur tapað tveimur af leikjunum. Fyrst 1:0 fyrir Nottingham Forest í haust og svo með sömu markatölu gegn Bournemouth um liðna helgi. Í báðum tilfellum töp fyrir liðum sem eru að berjast við fall!

Þremur leikjanna hefur lokið með jafntefli. Í fyrstu umferðinni 2:2 á móti Fulham. Svo komu markalaus jafntefli gegn Everton í haust og á móti Chelsea fyrr á árinu.
Næsti leikur Liverpool er einmitt hádegisleikur. Liverpool mætir Manchester City á útivelli 1. apríl. Það væri gott ef þessi bölvun á hádegisleikjum Liverpool sé hér með búin!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vil vera sem lengst! -
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk.
Fréttageymslan