| Sf. Gutt

Er ég Englandsmeistari?


Stórfrétt vikunnar um ákærur á hendur Manchester City hafa skiljanlega vakið miklar umræður. Lucas Leiva bar fram skemmtilega spurningu tengda málinu.

Í færslu á Twitter spurði Lucas einfaldlega. ,,Er ég Úrvalsdeildarmeistari?" 


Spurningin vísar auðvitað til þess að samkvæmt ákærunum á hendur Manchester City gæti félaginu verið refsað fyrir eitthvað sem misjafnt hefði getað talist á leiktíðinni 2013/14. Þá hafði Manchester City naumlega betur í kapphlaupi við Liverpool, undir stjórn Brendan Rodgers, um Englandsmeistaratitilinn. Ein kenningin um refsingu eða refsingar til handa Manchester City er sú að félagið verði svipt titlum sem félagið vann á keppnistímabilunum sem eitthvað refsivert er talið hafa átt sér stað. Þá fengi félagið sem hafnaði í öðru sæti titlana sem um væri að ræða. 


Liverpool myndi samkvæmt þessari kenningu líka verða Englandsmeistari 2018/19 og 2021/22. Ekki er nú líklegt að þetta verði uppi á teningnum. En spurning Lucas Leiva er alla vega skemmtileg!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan