| Sf. Gutt

Leikjatilfærslur


Nú er búið að raða deildarleikjum í ensku Úrvalsdeildinni í mars niður. Tveir af leikjum Liverpool hafa fengið nýjan leiktíma. 

Liverpool  og Manchester United ganga á hólm á Anfield Road sunnudaginn 5. mars. Flautað verður til leiks klukkan hálf fimm síðdegis. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sky sjónvarpsstöðinni.

Bournemouth og Liverpool leiða saman hesta sína laugardaginn 11. mars. Leikurinn hefst í hádeginu klukkan hálf eitt. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni BT sport. 


Þá liggja deildarleikir Liverpool í mars fyrir. Þessir leikir eins og aðrir deildarleikir í ensku Úrvalsdeildinni eru auðvitað í beinni útsendingu á íþróttarás Símans.  

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan