| Sf. Gutt
Einn ungliði hefur yfirgefið Liverpool. Um er að ræða miðjumanninn Jake Cain. Hann er alinn upp hjá Liverpool og varð Unglingabikarmeistari með Liverpool 2019. Hann var í láni hjá Newport County á síðustu leiktíð. Hann er núna búinn að gera samning við Swindon Town sem spilar í fjórðu efstu deild. Jake lék einn leik með aðalliði Liverpool. Ekki hefur komið fram hvort Liverpool fær einhverja peninga fyrir Jake.
Max Woltman er kominn heim til Liverpool eftir að hafa verið í láni hjá Doncaster Rovers frá byrjun leiktíðar. Max, sem er framherji, er búinn að spila tvo leiki með aðalliði Liverpool.
Annar ungliði er kominn heim úr láni frá meginlandi Evrópu. Billy Koumetio var í sumar lánaður til Austria Wien. Hann er kominn aftur heim til Liverpool því hann spilaði lítið í Austurríki. Billy, sem er franskur miðvörður, hefur leikið einn leik með Liverpool.
Ekki er ósennilegt að eitthvað meira verði um hreyfingar hjá ungliðum Liverpool þar til lokað verður fyrir félagaskipti. Sú er venjan.
TIL BAKA
Af ungliðum

Einn ungliði hefur yfirgefið Liverpool. Um er að ræða miðjumanninn Jake Cain. Hann er alinn upp hjá Liverpool og varð Unglingabikarmeistari með Liverpool 2019. Hann var í láni hjá Newport County á síðustu leiktíð. Hann er núna búinn að gera samning við Swindon Town sem spilar í fjórðu efstu deild. Jake lék einn leik með aðalliði Liverpool. Ekki hefur komið fram hvort Liverpool fær einhverja peninga fyrir Jake.
Max Woltman er kominn heim til Liverpool eftir að hafa verið í láni hjá Doncaster Rovers frá byrjun leiktíðar. Max, sem er framherji, er búinn að spila tvo leiki með aðalliði Liverpool.

Annar ungliði er kominn heim úr láni frá meginlandi Evrópu. Billy Koumetio var í sumar lánaður til Austria Wien. Hann er kominn aftur heim til Liverpool því hann spilaði lítið í Austurríki. Billy, sem er franskur miðvörður, hefur leikið einn leik með Liverpool.
Ekki er ósennilegt að eitthvað meira verði um hreyfingar hjá ungliðum Liverpool þar til lokað verður fyrir félagaskipti. Sú er venjan.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan