| Sf. Gutt

Kaide Gordon að skríða saman


Ungliðinn Kaide Gordon er búinn að vera meiddur frá því á síðasta keppnistímabili. Hann er nú loksins að skríða saman og er farinn að æfa lítillega. Kaide er með liðshópnum í Dúbaí.

Pilturinn spilaði sína fyrstu fjóra leiki með aðalliði Liverpool á síðustu leiktíð. Kaide skoraði eitt mark í þessum leikjum og framganga hans lofaði sannarlega góðu. Vonandi hefur hann náð sér vel af meiðslunum þannig að hann komi sterkur til baka. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan