| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tap í æfingaleik
Liverpool tapaði 3:1 fyrir franska liðinu Lyon í æfingaleik í dag. Leikurinn fór fram í Dúbaí en liðshópur Liverpool er þar við æfingar.
Liverpool fékk óskabyrjun þegar Fabio Carvalho skoraði eftir aðeins 40 sekúndur. Liverpool hafði undirtökin fram eftir hálfleiknum og hefði átt að bæta við forystuna en markmaður Lyon varði víti frá Mohamed Salah. Lyon jafnaði svo á 41. mínútu þegar Alexandre Lacazette skoraði.
Skipt var um sex leikmenn í hálfleik og takturinn fór úr leik Liverpool. Bradley Barcola kom Lyon yfir á 65. mínútu. Alexandre skoraði svo annað mark sitt á 83. mínútu og innsiglaði sigur franska liðsins.
Þó svo að Lyon hafi haft betur var farið í vítaspyrnukeppni eftir leikinn. Lyon hafði líka betur í henni og vann 5:3. Kostas Tsimikas, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain skoruðu úr sínum spyrnum. Calvin Ramsey tók aðra spyrnu Liverpool en hún var varin.
Öllum leikmönnum Liverpool var skipt af leikvelli. Þrír varmenn komu ekki við sögu.
Liverpool: Kelleher, Milner, Matip, Gomez, Robertson, Elliott, Bajcetic, Thiago, Salah, Firmino og Carvalho. Varamenn: Adrian, Tsimikas, Ramsey, Phillips, Oxlade-Chamberlain, Clark, Chambers, Keita, Doak, Corness, Stewart, Cain og Frauendorf. Ónotaðir varamenn. Davies, Mrozek og Quansah.
Liverpool mætir AC Milan 16. desember. Þangað til halda æfingar áfram.

Liverpool fékk óskabyrjun þegar Fabio Carvalho skoraði eftir aðeins 40 sekúndur. Liverpool hafði undirtökin fram eftir hálfleiknum og hefði átt að bæta við forystuna en markmaður Lyon varði víti frá Mohamed Salah. Lyon jafnaði svo á 41. mínútu þegar Alexandre Lacazette skoraði.
Skipt var um sex leikmenn í hálfleik og takturinn fór úr leik Liverpool. Bradley Barcola kom Lyon yfir á 65. mínútu. Alexandre skoraði svo annað mark sitt á 83. mínútu og innsiglaði sigur franska liðsins.

Þó svo að Lyon hafi haft betur var farið í vítaspyrnukeppni eftir leikinn. Lyon hafði líka betur í henni og vann 5:3. Kostas Tsimikas, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain skoruðu úr sínum spyrnum. Calvin Ramsey tók aðra spyrnu Liverpool en hún var varin.
Öllum leikmönnum Liverpool var skipt af leikvelli. Þrír varmenn komu ekki við sögu.
Liverpool: Kelleher, Milner, Matip, Gomez, Robertson, Elliott, Bajcetic, Thiago, Salah, Firmino og Carvalho. Varamenn: Adrian, Tsimikas, Ramsey, Phillips, Oxlade-Chamberlain, Clark, Chambers, Keita, Doak, Corness, Stewart, Cain og Frauendorf. Ónotaðir varamenn. Davies, Mrozek og Quansah.
Liverpool mætir AC Milan 16. desember. Þangað til halda æfingar áfram.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp!
Fréttageymslan