| Sf. Gutt

Af HM


Þá eru 16 liða úrslit á heimsmeistaramótinu að baki. Liverpool á enn sex fulltrúa á mótinu. Aðeins einn af þeim sjö sem Liverpool átti er úr leik með sinni þjóð. 


Holland lagði Bandaríkin að velli á laugardaginn með þremur mörkum gegn einu. Virgil van Dijk var á sínum stað í vörninni. Holleningar mæta Argentínumönnum í átta liða úrslitum. Argentína lagði Ástrali 2:1.

Heimsmeistarar Frakka komust áfram á sunnudaginn með 3:1 sigri á Pólverjum. Ibrahima Konaté var á bekknum allan leikinn. Frakkar leika gegn Englendingum í átta liða úrslitum. England vann Senegal 3:0. Jordan Henderson, spilaði mjög vel, kom Englandi á bragðið. Harry Kane og Bukayo Saka skoruðu hin mörkin. Trent Alexander-Arnold var á bekknum.


Á mánudaginn unnu Króatar Japan í 3:1 í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli eftir framlengingu. Takumi Minamino tók fyrstu spyrnu Japana en það var varið frá honun. Króatar fá Brasilíu í næstu umferð. Brasilía vann öruggan 4:1 sigur á Suður Kóreu. Alisson Becker varði markið en Fabinho Tavarez var varamaður. Reyndar var Alisson ekki inn á allan leikinn því hann fór af velli þegar tíu mínútur voru eftir. Weverton, sem spilar með Palmeiras í Brasilíu, kom í hans stað. Þar með voru allir leikmenn í liðshópi Brasilíu búnir að spila í Katar. 

Síðustu leikir 16 liða úrslita fóru fram í dag og kvöld. Marokkó vann Spán 3:0 í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli eftir framlengdan leik. Marokkó fær næst Portúgal sem burstaði Sviss 6:1. 

Það sem af er þá er Darwin Núñez eini leikmaður Liverpool sem er úr leik. Hann fær trúlega einhverja daga í frí áður en hann fer til Dúbæ til móts við liðsfélaga sína.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan