| Sf. Gutt
Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar er að baki. Fulltrúum Liverpool hefur fækkað þannig að einn er kominn í frí í bili nú þegar 16 liða úrslit eru framundan.
Virgil van Dijk var að venju í hjarta varnar Hollendinga sem unnu Katar 0:2. Holland er komið áfram.
Englendingar unnu Bretlandsorrustuna við Wales. Sigurinn var upp á 3:0. Jordan Henderson var með frá byrjun en Trent Alexander-Arnold kom inn sem varamaður. Danny Ward, Nico Williams og Joe Allen fyrrum leikmenn Liverpool voru í byrjunarliði Wales. Harry Wilson kom til leiks í síðari hálfleik. England er komið áfram en Wales er úr leik.
Frakkar töpuðu óvænt 1:0 fyrir Túnis en komust áfram. Ibrahima Konaté lék allan leikinn í vörn Frakka sem komust áfram í keppninni.
Brasilíumenn töpuðu líka óvant. Þeir lutu í gras 1:0 fyrir Kamerún. Alisson Becker fékk frí en Fabihno Tavarez kom í liðið í fyrsta sinn í keppninni. Brasilía komst áfram.
Úrúgvæ vann Gana 2:0. Liðið komst næstum því áfram en mark í viðbótartíma frá Suður Kóreu sem vann Portúgal 2:1 kom þeim áfram á kostnað Úrúgvæ. Darwin Núñez var sem fyrr í sókninni en honum tókst ekki að skora frekar en áður í keppninni. Luis Súarez og Sebastian Coates voru í byrjunarliðinu. Portúgal og Suður Kórea komust áfram úr þessum riðli.
Nú taka við 16 liða úrslit á heimsmeistaramótinu. Þau standa yfir næstu daga.
TIL BAKA
Af HM

Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar er að baki. Fulltrúum Liverpool hefur fækkað þannig að einn er kominn í frí í bili nú þegar 16 liða úrslit eru framundan.
Virgil van Dijk var að venju í hjarta varnar Hollendinga sem unnu Katar 0:2. Holland er komið áfram.
Englendingar unnu Bretlandsorrustuna við Wales. Sigurinn var upp á 3:0. Jordan Henderson var með frá byrjun en Trent Alexander-Arnold kom inn sem varamaður. Danny Ward, Nico Williams og Joe Allen fyrrum leikmenn Liverpool voru í byrjunarliði Wales. Harry Wilson kom til leiks í síðari hálfleik. England er komið áfram en Wales er úr leik.
Frakkar töpuðu óvænt 1:0 fyrir Túnis en komust áfram. Ibrahima Konaté lék allan leikinn í vörn Frakka sem komust áfram í keppninni.

Brasilíumenn töpuðu líka óvant. Þeir lutu í gras 1:0 fyrir Kamerún. Alisson Becker fékk frí en Fabihno Tavarez kom í liðið í fyrsta sinn í keppninni. Brasilía komst áfram.

Úrúgvæ vann Gana 2:0. Liðið komst næstum því áfram en mark í viðbótartíma frá Suður Kóreu sem vann Portúgal 2:1 kom þeim áfram á kostnað Úrúgvæ. Darwin Núñez var sem fyrr í sókninni en honum tókst ekki að skora frekar en áður í keppninni. Luis Súarez og Sebastian Coates voru í byrjunarliðinu. Portúgal og Suður Kórea komust áfram úr þessum riðli.
Nú taka við 16 liða úrslit á heimsmeistaramótinu. Þau standa yfir næstu daga.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan