| Sf. Gutt
Eftir að Þjóðverjar féllu úr leik í Heimsmeistarakeppninni í Katar var farið að fjalla um að Jürgen Klopp væri upplagður í að taka við landsliðinu. Umboðsmaður hans segir að það sé ekki inni í myndinni að hann taki við þýska landsliðinu.
Marc Kosicke, umboðsmaður Jürgen, sagði þetta í viðtali við Þýskalandsstöð Sky. ,,Jürgen er með samning við Liverpool sem gildir til 2026 og hann ætlar sér að virða samninginn." Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af þessum orðrómi.
Marc var í viðtali fyrr á leiktíðinni þegar ýmsum fannst að Jürgen væri kominn í vandræði eftir erfiða byrjun Liverpool á keppnistímabilinu. Hann hafði það þá meðal annars þetta að segja.
,,Ég get fullvissað ykkur um að Jürgen Klopp hefur ekki dottið í hug að segja upp störfum hjá Liverpool F.C. Eigendur félagsins horfðu til þess, áður en þessi leiktíð hófst, að álagið á síðustu leiktíð myndi draga dilk á eftir sér. Jürgen nýtur stuðnings þeirra sem sem stjórna félaginu og hann er í reglubundnu sambandi við það fólk."
,,Hann elskar félagið, liðið sitt og stuðningsmennina. Hann er staðráðinn í að halda áfram vinnunni við framþróun Liverpool. Það var ekki að ástæðulausu sem hann framlengdi samning sinn við félagið til 20126."
Þetta er allt hið besta mál!
TIL BAKA
Jürgen Klopp ekkert á förum!

Eftir að Þjóðverjar féllu úr leik í Heimsmeistarakeppninni í Katar var farið að fjalla um að Jürgen Klopp væri upplagður í að taka við landsliðinu. Umboðsmaður hans segir að það sé ekki inni í myndinni að hann taki við þýska landsliðinu.
Marc Kosicke, umboðsmaður Jürgen, sagði þetta í viðtali við Þýskalandsstöð Sky. ,,Jürgen er með samning við Liverpool sem gildir til 2026 og hann ætlar sér að virða samninginn." Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af þessum orðrómi.
Marc var í viðtali fyrr á leiktíðinni þegar ýmsum fannst að Jürgen væri kominn í vandræði eftir erfiða byrjun Liverpool á keppnistímabilinu. Hann hafði það þá meðal annars þetta að segja.

,,Ég get fullvissað ykkur um að Jürgen Klopp hefur ekki dottið í hug að segja upp störfum hjá Liverpool F.C. Eigendur félagsins horfðu til þess, áður en þessi leiktíð hófst, að álagið á síðustu leiktíð myndi draga dilk á eftir sér. Jürgen nýtur stuðnings þeirra sem sem stjórna félaginu og hann er í reglubundnu sambandi við það fólk."

,,Hann elskar félagið, liðið sitt og stuðningsmennina. Hann er staðráðinn í að halda áfram vinnunni við framþróun Liverpool. Það var ekki að ástæðulausu sem hann framlengdi samning sinn við félagið til 20126."
Þetta er allt hið besta mál!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega -
| Sf. Gutt
Jafnt í Manchester -
| Sf. Gutt
Bestur tvo mánuði í röð!
Fréttageymslan