| Sf. Gutt

Kolo Toure brýtur blað


Kolo Toure, fyrrum leikmaður Liverpool, er orðinn framkvæmdastjóri. Hann tók á dögunum við sem framkvæmdastjóri Wigan Athletic. Þetta er fyrsta framkvæmdastjórastarf hans en hann hefur áður unnið við þjálfun. Hann var í þjálfaraliði Brendan Rodgers hjá Celtic og svo Leicester City. 
Með því að taka við Wigan braut Kolo blað í ensku knattspyrnunni. Hann er fyrsti Afríkumaðurinn til að stýra liði í efstu deildum Englands. Kolo er fæddur á Fílabeinsströndinni. Vonandi gengur Kolo sem best hjá Wigan. Liðið er sem stendur í botnbaráttu í næst efstu deild.   

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan