| Sf. Gutt
Annarri umferð riðlakeppni HM lauk í gærkvöldi. Ekki komu allir fulltrúar Liverpool við sögu í henni en einn lék sinn fyrsta leik í keppninni.
Önnur umferð hófst á föstudaginn var. Holland og Ekvador skildu jöfn 1:1. Virgil van Dijk lék allan leikinn og leiddi liðið að venju sem fyrirliði.
England og Bandaríkin gengu jöfn af hólmi eftir markaleysi. Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik þegar hann kom inn sem varamaður í síðari hálfleik. Trent Alexander-Arnold kom ekki við sögu frekar en í fyrstu umferð.
Á laugardaginn mættust Frakkar og Danir. Heimsmeistararnir unnu 2:1. Ibrahima Konaté vék úr byrjunarliðinu frá fyrsta leik en kom til leiks í síðari hálfleik.
Annarri umferð lauk svo í gær. Brasilía vann Sviss 1:0. Alisson Becker átti fremur náðugan leik. Fabinho Tavarez var á bekknum allan leikinn eins og í fyrsta leik.
Darwin Núñez var í byrjunarliði Úrúgvæ sem mátti lúta í gras 2:0 fyrir Portúgal. Luis Súarez kom inn á sem varamaður. Sebastian Coates var í vörninni hjá Úrúgvæ. Darwin náði sér alls ekki á strik og var skipt af velli í síðari hálfleik.
Þriðja og síðasta umferð riðlakeppninnar hefst í dag. Hún stendur yfir næstu daga.
TIL BAKA
Af HM

Annarri umferð riðlakeppni HM lauk í gærkvöldi. Ekki komu allir fulltrúar Liverpool við sögu í henni en einn lék sinn fyrsta leik í keppninni.
Önnur umferð hófst á föstudaginn var. Holland og Ekvador skildu jöfn 1:1. Virgil van Dijk lék allan leikinn og leiddi liðið að venju sem fyrirliði.

England og Bandaríkin gengu jöfn af hólmi eftir markaleysi. Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik þegar hann kom inn sem varamaður í síðari hálfleik. Trent Alexander-Arnold kom ekki við sögu frekar en í fyrstu umferð.

Á laugardaginn mættust Frakkar og Danir. Heimsmeistararnir unnu 2:1. Ibrahima Konaté vék úr byrjunarliðinu frá fyrsta leik en kom til leiks í síðari hálfleik.
Annarri umferð lauk svo í gær. Brasilía vann Sviss 1:0. Alisson Becker átti fremur náðugan leik. Fabinho Tavarez var á bekknum allan leikinn eins og í fyrsta leik.
Darwin Núñez var í byrjunarliði Úrúgvæ sem mátti lúta í gras 2:0 fyrir Portúgal. Luis Súarez kom inn á sem varamaður. Sebastian Coates var í vörninni hjá Úrúgvæ. Darwin náði sér alls ekki á strik og var skipt af velli í síðari hálfleik.
Þriðja og síðasta umferð riðlakeppninnar hefst í dag. Hún stendur yfir næstu daga.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan