| Sf. Gutt
Kvennalið Liverpool byrjaði frábærlega í Úrvalsdeildinni. Liðið vann 2:1 endurkomusigur á Englandsmeisturunum Chelsea á sunnudaginn.
Chelsea komst yfir þegar Fran Kirby skoraði úr víti eftir nokkrar mínútur. Liverpool jafnaði í síðari hálfleik þegar Katie Stengel skoraði úr víti. Sú bandaríska tryggði svo Liverpool sigurinn undir lok leiksins þegar hún skoraði aftur úr víti. Katie kom til Liverpool í byrjun ársins.
Liverpool er eins og allir vita nýliði í efstu deild eftir tvö tímabil í þeirri næst efstu. Þó svo að Liverpool hafi unnið næst efstu deild með yfirburðum í vor verður þessi leiktíð trúlega erfið. Þess þá heldur var magnað að byrja deildina með svona frábærum sigri.
Liverpool spilar flesta sína heimaleiki á Prenton Park heimavelli Tranmere Rovers handan Mersey árinnar. Þar voru 3006 áhorfendur sem er metfjöldi hjá kvennaliðinu á Prenton Park. Næsti leikur Liverpool er við Everton og verður leikið á Anfield Road. Það verður spennandi að sjá hversu margir áhorfendur mæta á grannaslaginn næsta sunnudag.
TIL BAKA
Frábær byrjun kvennaliðsins!

Kvennalið Liverpool byrjaði frábærlega í Úrvalsdeildinni. Liðið vann 2:1 endurkomusigur á Englandsmeisturunum Chelsea á sunnudaginn.
Chelsea komst yfir þegar Fran Kirby skoraði úr víti eftir nokkrar mínútur. Liverpool jafnaði í síðari hálfleik þegar Katie Stengel skoraði úr víti. Sú bandaríska tryggði svo Liverpool sigurinn undir lok leiksins þegar hún skoraði aftur úr víti. Katie kom til Liverpool í byrjun ársins.

Liverpool er eins og allir vita nýliði í efstu deild eftir tvö tímabil í þeirri næst efstu. Þó svo að Liverpool hafi unnið næst efstu deild með yfirburðum í vor verður þessi leiktíð trúlega erfið. Þess þá heldur var magnað að byrja deildina með svona frábærum sigri.

Liverpool spilar flesta sína heimaleiki á Prenton Park heimavelli Tranmere Rovers handan Mersey árinnar. Þar voru 3006 áhorfendur sem er metfjöldi hjá kvennaliðinu á Prenton Park. Næsti leikur Liverpool er við Everton og verður leikið á Anfield Road. Það verður spennandi að sjá hversu margir áhorfendur mæta á grannaslaginn næsta sunnudag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan