| Sf. Gutt
Kaide Gordon er enn meiddur. Ungliðinn hefur sjaldan verið nefndur með þeim leikmönnum Liverpool sem hafa verið meiddir síðustu vikurnar. Staðan er sú að Kaide er búinn að vera meiddur frá því í sumar og missti af undirbúningstímabilinu. Hann er ekki ennþá búinn að ná sér af meiðslunum.
Kaide er einn efnilegasti leikmaður Liverpool. Hann kom til Liverpool frá Derby County í febrúar 2021. Hann lék einn leik með aðalliði Derby. Liverpool borgaði 1,1 milljón sterlingspunda fyrir hann en sú upphæð getur hækkað upp í þrjár milljónir að uppfylltum ákvæðum í samningnum.
Kaide er búinn að spila fjóra leiki með aðalliði Liverpool og skora eitt mark. Hann skoraði í 4:1 sigri Liverpool á Shrewsbury Town í FA bikarnum á síðasta keppnistímabili og varð yngsti markaskorari í keppninni.
Kaide Gordon, sem getur spilað flestar stöður fremst á vellinum, verður 18 ára í næsta mánuði. Hann er búinn að spila með undir 16 og undir 18 ára landsliðum Englands.
TIL BAKA
Kaide Gordon enn meiddur

Kaide Gordon er enn meiddur. Ungliðinn hefur sjaldan verið nefndur með þeim leikmönnum Liverpool sem hafa verið meiddir síðustu vikurnar. Staðan er sú að Kaide er búinn að vera meiddur frá því í sumar og missti af undirbúningstímabilinu. Hann er ekki ennþá búinn að ná sér af meiðslunum.
Kaide er einn efnilegasti leikmaður Liverpool. Hann kom til Liverpool frá Derby County í febrúar 2021. Hann lék einn leik með aðalliði Derby. Liverpool borgaði 1,1 milljón sterlingspunda fyrir hann en sú upphæð getur hækkað upp í þrjár milljónir að uppfylltum ákvæðum í samningnum.
Kaide er búinn að spila fjóra leiki með aðalliði Liverpool og skora eitt mark. Hann skoraði í 4:1 sigri Liverpool á Shrewsbury Town í FA bikarnum á síðasta keppnistímabili og varð yngsti markaskorari í keppninni.
Kaide Gordon, sem getur spilað flestar stöður fremst á vellinum, verður 18 ára í næsta mánuði. Hann er búinn að spila með undir 16 og undir 18 ára landsliðum Englands.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Kemur heimsmeistari til Liverpool? -
| Sf. Gutt
Hvert fer James Milner? -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Markaregn í sólarblíðunni á suðurströndinni! -
| Sf. Gutt
Sadio Mané þýskur meistari -
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt að lenda -
| Sf. Gutt
Þúsund leikir! -
| Mummi
Tillögur um lagabreytingar fyrir næsta aðalfund Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Ég þakka Guði! -
| Sf. Gutt
Síðasti leikur fyrir framan gömlu stúkuna
Fréttageymslan