| Sf. Gutt

Fyrsti leikur Liverpool var fyrir 130 árum!Í dag eru 130 ár liðin frá því Liverpool spilaði sinn fyrsta leik. Liverpool mætti Rotherham Town á Anfield Road fyrir framan innan við 100 áhorfendur. John Houlding, sem var frumkvöðull að stofnun félagsins tók upphafsspyrnu leiksins. John átti Anfield en deilur um leiguverð á vellinum urðu þess valdandi að forráðamenn Everton, sem hafði spilað á vellinum frá árinu 1884, sögðu upp leigunni og fluttu sig um set á nýjan völl sem fékk nafnið Goodison Park.


John, sem hafði verið í stjórn Everton, var ekki af baki dottinn þótt Everton færi. Hann stofnaði nýtt félag sem fékk nafnið Liverpool Football Club og safnaði liði. Þann 1. september 1892 lék þetta lið fyrsta leik sinn í bláum og hvítum búningum sem forráðamenn Everton höfðu ekki hirt um að taka með sér!

Liverpool lék þennan fyrsta leik sinn prýðilega og vann glæsilegan sigur 7:1. Tom Wyllie skoraði þrennu og Andrew Kelvin tvö mörk. John Miller og Malcolm McVean skoruðu sitt markið hvor. John skoraði fyrsta markið í sögu þessa nýstofnaða félags. 


Liverpool: Ross, Hannah, McLean, J Kelso, McQue, McBride, Wyllie, Smith, Miller, McVean og Kelvin. 

Hér er myndband sem gert var af Liverpool F.C. í tilefni 125 ára afmælis félagsins.

Hér er hægt að lesa um leikinn á LFCHISTORY.NET.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan