| Sf. Gutt

Af EM


Evrópukeppni landsliða kvenna lauk á sunnudaginn með sigri Englands. Ensku Ljónynjurnar unnu Þýskaland 2:1 í framlengdum leik á Wembley.

Ella Toone kom Englandi yfir í síðari hálfleik en Lina Magull jafnaði. Enska liðið tryggði sér sigur í framlengingunni þegar Chloe Kelly skoraði við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Sá fögnuður magnaðist í leikslok og enskir fögnuðu fram á nótt og næsta dag. Þetta er fyrsti stórtitill enska kvennalandsliðsins og fyrsti stórtitilinn ensks landsliðs frá því karla lið Englands varð heimsmeistari 1966. Þá eins og nú unnu Englendingar þýskt lið í úrslitum. England vann Vestur Þýskaland 4:1 eftir framlengingu.

Ef rétt er vitað hafa tvær af Evrópumeisturunum leikið með Liverpool. Um er að ræða þær Lucy Bronze og Alex Greenwood. Lucy varð Englandsmeistari með Liverpool 2013 og 2014. Hún leikur nú með Barcelona. Lucy var kjörinn Besti leikmaður heims í kvennaflokki 2020. Alex er fædd í Liverpool og hefur bæði leikið með Everton og Liverpool. Hún spilar núna með Manchester City. Loks má nefna að Nikita Parris er fædd í Liverpool. Hún lék um tíma með Everton en er nú leikmaður Arsenal. 

Liverpool átti tvo fulltrúa á Evrópumótinu. Rachel Furness var í liði Norður Írlands og Emma Koivisto lék með Finnlandi. Emma gekk til liðs við Liverpool nú í sumar. Hvorki Norður Írland eða Finnland komust í gegnum riðlakeppnina. 

Íslenska liðið stóð sig vel á mótinu. Liðið gerði 1:1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum gegn Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Þessi jafntefli dugðu ekki til að komast upp úr riðlinum sem liðið var í. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan