| Sf. Gutt
Liverpool tapaði í kvöld æfingaleik í Austurríki. Red Bull Salzburg vann 1:0 á heimavelli sínum. Æfingarleikir eru gjarnan rólegir en það var hart tekist á í þessum.
Leikurinn var tíðindalaus framan af en um miðjan hálfleikinn átti Darwin Nunez skot í þverslá. Rétt á eftir fékk Salzburg algjört dauðafæri eftir að Adrian hafði varið vel en leikmaður þeirra skaut framhjá fyrir opnu marki. Eftir um hálftíma komust heimamenn yfir þegar Benjamin Sesko skoraði eftir gott samspil. Vörn Liverpool var heldur óörugg á köflum og Salzburg hefði getað skorað aftur fyrir hlé.
Heimamenn voru mjög sterkir og það var augljóst að leiktíðin í Austurríki er hafin. Liverpool færði sig upp á skaftið þegar leið á hálfleikinn og sérstaklega eftir að sterkustu menn liðsins komu til leiks eftir klukkutíma. Undir lokin sótti Liverpool án afláts en austurrísku meistararnir vörðust eins og ljón og björguðu hvað eftir annað á síðustu stundu. Leikmenn Salzburg fögnuðu vel í leikslok og það var ekki að sjá að um æfingaleik væri að ræða ef mið er tekið af fögnuði þeirra.
Liverpool: Adrian; Mabaya (Alexander-Arnold 60), Gomez (Van Dijk 60), Konate (Matip 60), Milner (Robertson 46); Bajcetic (Fabinho 60), Keita (Morton 46) (Henderson), Jones (Thiago 60); Elliott (Salah 60), Nunez (Firmino 46) og Carvalho (Diaz 60). Ónotaðir varamenn: Hughes, Mrozek, Davies, Phillips, og Van den Berg.
Nú verður haldið heim til Englands. Liverpool mætir Manchester City í leik um Skjöldinn á laugardaginn. Vonandi tekst að vinna Skjöldinn í þetta skiptið! Liðið mætir svo Strasbourg á Anfield Road daginn eftir. Aðra helgi hefst svo keppni í Úrvalsdeildinni.
TIL BAKA
Tap í æfingaleik

Liverpool tapaði í kvöld æfingaleik í Austurríki. Red Bull Salzburg vann 1:0 á heimavelli sínum. Æfingarleikir eru gjarnan rólegir en það var hart tekist á í þessum.
Leikurinn var tíðindalaus framan af en um miðjan hálfleikinn átti Darwin Nunez skot í þverslá. Rétt á eftir fékk Salzburg algjört dauðafæri eftir að Adrian hafði varið vel en leikmaður þeirra skaut framhjá fyrir opnu marki. Eftir um hálftíma komust heimamenn yfir þegar Benjamin Sesko skoraði eftir gott samspil. Vörn Liverpool var heldur óörugg á köflum og Salzburg hefði getað skorað aftur fyrir hlé.
Heimamenn voru mjög sterkir og það var augljóst að leiktíðin í Austurríki er hafin. Liverpool færði sig upp á skaftið þegar leið á hálfleikinn og sérstaklega eftir að sterkustu menn liðsins komu til leiks eftir klukkutíma. Undir lokin sótti Liverpool án afláts en austurrísku meistararnir vörðust eins og ljón og björguðu hvað eftir annað á síðustu stundu. Leikmenn Salzburg fögnuðu vel í leikslok og það var ekki að sjá að um æfingaleik væri að ræða ef mið er tekið af fögnuði þeirra.
Liverpool: Adrian; Mabaya (Alexander-Arnold 60), Gomez (Van Dijk 60), Konate (Matip 60), Milner (Robertson 46); Bajcetic (Fabinho 60), Keita (Morton 46) (Henderson), Jones (Thiago 60); Elliott (Salah 60), Nunez (Firmino 46) og Carvalho (Diaz 60). Ónotaðir varamenn: Hughes, Mrozek, Davies, Phillips, og Van den Berg.
Nú verður haldið heim til Englands. Liverpool mætir Manchester City í leik um Skjöldinn á laugardaginn. Vonandi tekst að vinna Skjöldinn í þetta skiptið! Liðið mætir svo Strasbourg á Anfield Road daginn eftir. Aðra helgi hefst svo keppni í Úrvalsdeildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan