| Grétar Magnússon

Ben Davies til Rangers

Ferill Ben Davies hjá Liverpool var sérstakur svo ekki sé meira sagt en miðvörðurinn hefur nú verið seldur til skoska félagsins Rangers.

Davies var keyptur í janúar árið 2021 til að fylla upp í skörð í vörninni vegna meiðsla allra helstu varnarmanna félagsins. Hann spilaði þó aldrei mínútu með aðalliðinu en var á bekknum átta sinnum. Tímabilið þar á eftir var hann svo lánaður til Sheffield United.Hann mætti til æfinga þegar undirbúningstímabilið hófst nú í sumar en það var vitað að tækifæri hans hjá félaginu væru ekki mikil og vonandi kemst ferill hans af stað á ný. Jürgen Klopp hafði þetta að segja um söluna: ,,Frábær félagsskipti. Mjög jákvætt alltsaman," sagði Klopp. ,,Rangers eru stórkostlegt félag, stórt félag. Ben á heima á stóra sviðinu og hann fær tækifæri í Evrópukeppni líka. Nú fær hann gott tækifæri til að sýna gæðin sem hann býr yfir. Þetta eru sniðug kaup hjá Giovanni van Bronckhorst (stjóra Rangers). Fullkomið fyrir alla aðila. van Bronckhorst hefur nú fengið til sín góðan varnarmann sem á sín bestu ár eftir og Ben er eins góð persóna og hægt er að vera. Við óskum Ben alls góðs og þeirrar velgengni sem hann á skilið."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan