| Sf. Gutt
Samningur Ben Woodburn rann út fyrr í sumar. Hann er nú kominn með samning og verður áhugavert að sjá hvernig honum vegnar.
Ben var um daginn til reynslu hjá Preston North End sem leikur í næst efstu deild. Hið fornfræga félag bauð Veilsverjanum samning sem gildir í eitt ár. Möguleiki er á framlengingu eftir árið.
Ben, sem verður 23. ára á árinu, ólst upp hjá Liverpool og komst á spjöld sögunnar hjá félaginu þegar hann skoraði seinna mark Liverpool í 2:0 Deildarbikarsigri á Leeds United í nóvember 2016. Hann varð þá yngsti markaskorari í sögu Liverpool og er það ennþá. Ben var 17 ára og 45 daga gamall þegar hann skoraði gegn Leeds. Í lok leiktíðarinnar var hann kjörinn Besti ungliðinn hjá Liverpool og eins var hann kjörinn Ungliði ársins 2017 hjá Wales.
Á keppnistímabilinu 2017/18 spilaði Ben tvo leiki með aðalliði Liverpool. Ben náði ekki að festa sig í aðalliði Liverpool og 2018 var hann lánaður til Sheffield United. Leiktíðina 2019/2020 var hann í láni hjá Oxford United. Keppnistímabilið þar á eftir var hann lánaður til Blackpool og á síðustu leiktíð var hann í láni hjá Heart of Midlothian í Skotlandi. Honum gekk vel þar og jafnvel var talið að hann færi þangað fyrir fullt og fast en svo varð ekki.
Ben Woodburn lék 11 leiki með Liverpool og skoraði eitt mark. Hvað sem verður þá á Ben sinn sess í sögu Liverpool.
Ben hefur leikið fyrir landslið Wales. Hann hefur leikið 11 landsleiki og skorað tvö mörk. Hann er næst yngsti markaskorari í sögu Wales á eftir Gareth Bale.
Ben kvaddi Liverpool með þessum orðum á Instagram síðu sinni. ,,Eftir að hafa verið í 16 ár hjá þessu magnaða knattspyrnufélagi er ég nú á förum! Takk fyrir allt @liverpoolfc."
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Ben Woodburn fyrir framlag sitt til Liverpool og óskar honum góðs gengis í framtíðinni!
TIL BAKA
Ben Woodburn kominn með samning
Samningur Ben Woodburn rann út fyrr í sumar. Hann er nú kominn með samning og verður áhugavert að sjá hvernig honum vegnar.
Ben var um daginn til reynslu hjá Preston North End sem leikur í næst efstu deild. Hið fornfræga félag bauð Veilsverjanum samning sem gildir í eitt ár. Möguleiki er á framlengingu eftir árið.
Ben, sem verður 23. ára á árinu, ólst upp hjá Liverpool og komst á spjöld sögunnar hjá félaginu þegar hann skoraði seinna mark Liverpool í 2:0 Deildarbikarsigri á Leeds United í nóvember 2016. Hann varð þá yngsti markaskorari í sögu Liverpool og er það ennþá. Ben var 17 ára og 45 daga gamall þegar hann skoraði gegn Leeds. Í lok leiktíðarinnar var hann kjörinn Besti ungliðinn hjá Liverpool og eins var hann kjörinn Ungliði ársins 2017 hjá Wales.
Á keppnistímabilinu 2017/18 spilaði Ben tvo leiki með aðalliði Liverpool. Ben náði ekki að festa sig í aðalliði Liverpool og 2018 var hann lánaður til Sheffield United. Leiktíðina 2019/2020 var hann í láni hjá Oxford United. Keppnistímabilið þar á eftir var hann lánaður til Blackpool og á síðustu leiktíð var hann í láni hjá Heart of Midlothian í Skotlandi. Honum gekk vel þar og jafnvel var talið að hann færi þangað fyrir fullt og fast en svo varð ekki.
Ben Woodburn lék 11 leiki með Liverpool og skoraði eitt mark. Hvað sem verður þá á Ben sinn sess í sögu Liverpool.
Ben hefur leikið fyrir landslið Wales. Hann hefur leikið 11 landsleiki og skorað tvö mörk. Hann er næst yngsti markaskorari í sögu Wales á eftir Gareth Bale.
Ben kvaddi Liverpool með þessum orðum á Instagram síðu sinni. ,,Eftir að hafa verið í 16 ár hjá þessu magnaða knattspyrnufélagi er ég nú á förum! Takk fyrir allt @liverpoolfc."
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Ben Woodburn fyrir framlag sitt til Liverpool og óskar honum góðs gengis í framtíðinni!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan