| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tveir leikir í viðbót
Liverpool mun mæta RB Leipzig og RC Strasbourg á undirbúningstímabilinu. Leikið verður í Þýskalandi gegn Leipzig en á Anfield gegn Strasbourg.

Fram til þessa voru bara tveir leikir á dagskrá í sumar og voru þeir báðir hluti af ferð liðsins til Asíu fyrripart júlímánaðar. Það er næsta víst að Jürgen Klopp vill halda til Austurríkis í æfingaferð líkt og liðið hefur gert undanfarin ár og nota tækifærið í leiðinni til að leika æfingaleik. Ekki er búið að staðfesta veruna í Austurríki (eða þar í nágrenni) en leikið verður við RB Leipzig á heimavelli þeirra þann 21. júlí. Flautað verður til leiks klukkan 17:15 að íslenskum tíma.
Leikurinn gegn franska félaginu Strasbourg verður eins og áður segir á Anfield og fer fram degi eftir að Liverpool mæta Manchester City í Góðgerðarskildinum, sunnudaginn 31. júlí klukkan 18:30. Athyglisvert að æfingaleikur sé settur á aðeins degi eftir opnunarleik tímabilsins en þetta er greinilega eitthvað sem Klopp og þjálfarateymi hans telur vera mikilvægt.
Það er viðbúið að þeir leikmenn sem spila gegn Manchester City koma lítið við sögu degi síðar en hópurinn er stór og nóg er til af leikmönnum til að manna sterkt byrjunarlið.

Fram til þessa voru bara tveir leikir á dagskrá í sumar og voru þeir báðir hluti af ferð liðsins til Asíu fyrripart júlímánaðar. Það er næsta víst að Jürgen Klopp vill halda til Austurríkis í æfingaferð líkt og liðið hefur gert undanfarin ár og nota tækifærið í leiðinni til að leika æfingaleik. Ekki er búið að staðfesta veruna í Austurríki (eða þar í nágrenni) en leikið verður við RB Leipzig á heimavelli þeirra þann 21. júlí. Flautað verður til leiks klukkan 17:15 að íslenskum tíma.
Leikurinn gegn franska félaginu Strasbourg verður eins og áður segir á Anfield og fer fram degi eftir að Liverpool mæta Manchester City í Góðgerðarskildinum, sunnudaginn 31. júlí klukkan 18:30. Athyglisvert að æfingaleikur sé settur á aðeins degi eftir opnunarleik tímabilsins en þetta er greinilega eitthvað sem Klopp og þjálfarateymi hans telur vera mikilvægt.
Það er viðbúið að þeir leikmenn sem spila gegn Manchester City koma lítið við sögu degi síðar en hópurinn er stór og nóg er til af leikmönnum til að manna sterkt byrjunarlið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

