| Sf. Gutt

Sex leikmenn Liverpool í Liði ársins!Hvorki fleiri né færri en sex leikmenn Liverpool voru valdir í Lið ársins í Úrvalsdeildinni. Leikmenn í deildinni völdu liðið en liðið var tilkynnt um leið og greint var frá kjöri Leikmanns ársins. Mohamed Salah hlaut þá viðurkenningu eins og fram hefur komið. 

Al­isson Becker er markmaður liðsins. Al­ex­and­er-Arnold er hægri bakvörður og Virgil van Dijk annar miðvarðanna. Thiago Alcant­ara er einn þriggja miðjumanna. Mohamed Salah og Sa­dio Mané skipa tvær af þremur framherjastöðum. Hér að neðan er liðið í heild sinni.


Markvörður:
Al­isson Becker - Li­verpool.

Varnarmenn:
Trent Al­ex­and­er-Arnold - Li­verpool.
Virgil van Dijk - Li­verpool.
Ant­onio Rüdiger - Chel­sea.
Joao Cancelo - Manchester City.


Miðjumenn:
Kevin De Bruyne - Manchester City.
Thiago Alcant­ara - Li­verpool.
Bern­ar­do Silva - Manchester City.

Framherjar:
Mohamed Salah - Li­verpool.
Cristiano Ronaldo - Manchester United.
Sa­dio Mané - Li­verpool.

Þess má geta að Liverpool átti fjóra leikmenn í úrvalsliði Meistaradeildarinnar fyrir liðið keppnistímabil. Það voru þeir Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk, Andy Robertson og Fabinho Tavarez. Trent og Virgil eru því í báðum liðunum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan