| Sf. Gutt

Meiðslafréttir

Lengi vel fram eftir árinu meiddust fáir leikmenn. Það breyttist aðeins síðustu vikur en allt útlit er á að allir verði leikfærir fyrir úrslitaleikinn við Real Madrid um Evrópubikarinn í París um helgina.


Mohamed Salah fór af velli í úrslitaleiknum um FA bikarinn gegn Chelsea vegna meiðsla á nára. Hann kom inn sem varamaður á móti Wolves um helgina og skoraði. Hann er tilbúinn í úrslitaleikinn.


Virgil van Dijk fór líka út af í úrslitaleiknum um FA bikarinn. Hann var varamaður á móti Wolves en kom ekki við sögu. Hann getur leikið á móti Real Madrid og hefur að eigin sögn haft gott af hvíldinni.

Thiago Alcântara fór meiddur út af á móti Wolves. Hann var meiddur á hásin. Hann æfði eitthvað lítilsháttar í dag og ætti að geta verið í liðshópnum. Það er þó spurning hvort hann getur byrjað leikinn. 


Joe Gomez fékk högg á hné á móti Southampton og var skipt af velli. Hann hefur ekki spilað síðan en æfði í dag. 

Fabinho Tavarez fór út af á móti Aston Villa á dögunum og hefur ekki komið við sögu síðan. Hann æfði í dag og verður í liðshópnum á móti Real Madrid í París. 

Divock Origi gat ekki spilað á móti Wolves. Eftir  leik sagði hann að líklega gæti hann ekki spilað meira á leiktíð.

Allt saman frekar góðar fréttir. Helsta áhyggjuefnið er með Thiago Alcântara. En hann ætti alla vega að geta verið í liðshópnum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan