| Sf. Gutt

Niðurtalning - 5. kapítuli


Tveir dagar til stefnu og spennan eykst. Niðurtalningin heldur áfram með fróðleik af ýmsu tagi sem tengist þáttöku Liverpool í þessari elstu bikarkeppni veraldar.

+ Stærsti sigur Liverpool í F.A. bikarnum kom þann 29. október 1892. Liverpool - Newton 9:0. Þeir T. Wyllie 3, M. McVean 2, H. McQueen, J. McCartney, J. Cameron og A. Townsend sm. skoruðu mörkin. Fjögur þúsund áhorfendur voru samankomnir á Anfield Road til að sjá leikiinn.

+ Úrslitaleikur keppninnar verður sá 141. í röðinni.

+ Liverpool leikur sinn 15. úrslitaleik í keppninni á laugardaginn og liðið getur unnið Enska bikarinn í áttunda sinn.


+ Liverpool hefur sjö sinnum unnið F.A. bikarinn og hefur aldrei sami fyrirliði tekið við bikarnum. Eftirtaldir hafa veitt bikarnum viðtöku Ron Yeats 1965, Emlyn Hughes 1974, Alan Hansen 1986, Ronnie Whelan 1989, Mark Wright 1992, Sami Hyypia 2001 og Steven Gerrard 2006. 

+ Enginn af leikmönnum Liverpool hefur unnið FA bikarinn með félaginu. 

+ Jordan Henderson er eini núverandi leikmaður Liverpool sem hefur leikið til úrslita um FA bikarinn. Hann var í liði Liverpool fyrir tíu árum sem tapaði 2:1 fyrir Chelsea. 

 
+ Tveir leikmenn Liverpool hafa orðið bikarmeistarar með öðrum liðinum. James Milner með Manchester City 2011 og Alex Oxlade-Chamberlain með Arsenal 2015 og 2017.

+ Þeir Ian Rush, Steve Nicol, Bruce Grobbelaar og Tommy Smith hafa leikið flesta úrslitaleiki í F.A. bikarnum eða fjóra talsins.


+ Þeir Ian Rush, Steve Nicol og Bruce Grobbelaar hafa oftast orðið bikarmeistarar með Liverpool eða þrisvar sinnum.

 
+ Ian Rush hefur skorað fimm mörk í úrslitaleik F.A. bikarins og hefur enginn skorað oftar í úrslitaleikjum keppninnar.

+ Liverpool kemur til með að leika í rauðu búningunum sínum sínum á laugardaginn og Chelsea verður í bláa búningnum sínum.

+ Jürgen Klopp hefur notað 30 leikmenn á vegferðinni til Wembley. Ibrahima Konaté er eini leikmaðurinn sem hefur leikið alla fimm leikina hingað til.


+  Takumi Minamino hefur skorað flest mörk Liverpool fram til þessa í keppninni. Hann hefur skorað þrjú mörk.

+ Liverpool lék í 25. sinn í undanúrslitum F.A. bikarsins þegar liðið gekk á hólm við Manchester City.


+ Í úrslitaleiknum mætir Liverpool Chelsea en liðin mættust líka í Deildarbikarúrslitaleiknum í febrúar. Liverpool vann Deildarbikarinn í vítaspyrnukeppni. 

+ Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að sömu lið spili til úrslita um FA bikarinn og Deildarbikarinn á sama keppnistímabilinu. Arsenal og Sheffield Wednesday léku um báða bikarana á leiktíðinni 1992/93. Arsenal vann báða úrslitaleikina.

+ Liverpool gæti orðið fyrsta liðið til að vinna F.A. bikarinn og Deildarbikarinn á sama keppnistímabilinu í tvígang. Hingað til hafa þrjú lið unnið þessa tvo bikara á sömu leiktíðinni. Arsenal afrekaði það 1993, Liverpool 2001, Chelsea 2007 og Manchester City 2019.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan