| Sf. Gutt

Niðurtalning - 4. kapítuli


Leiðin til Wembley er búin að vera þyrnum stráð fyrir bæði lið. Það hefur gengið á ýmsu en á laugardaginn uppskera leikmenn Liverpool og Chelsea laun erfiðis síns og ganga til leiks á Wembley leikvanginum í London.

+ Úrslitaleikir í stórkeppnum enskra liða voru leiknir á Wembley frá árinu 1923 til 2000 en þá var leikvanginum lokað og hann endurreistur á árunum þar á eftir. Frá 2001 og til 2006 voru úrslitaleikir um F.A. bikarinn, Deildarbikarinn og leikirnir um Góðgerðaskjöldinn leiknir á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff. Reyndar fór úrslitaleikurinn um Deildarbikarinn 2007 fram í Cardiff en Wembley var tilbúinn þá um vorið. 


+ Wembley leikvangurinn tekur 90.000 áhorfendur. Hann er stærsti leikvangur á Bretlandi og talinn einn magnaðasti íþróttaleikvangur í heimi.  


+ Liverpool hefur ekki ennþá unnið F.A. bikarinn á nýja Wembley. Síðustu tveir sigrar Liverpool í F.A. bikarnum 2001 og 2006 unnust á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff.

+ Svona gekk leiðin til Cardiff fyrir sig hjá Liverpool og Chelsea.

3. umferð.


Liverpool - Shrewsbury Town 4:1. Kaide Gordon (34. mín.), Fabinho Tavarez, víti (44. mín. og 90. mín.) og Roberto Firmino (78. mín.).

Chelsea - Chesterfield 5:1.

4. umferð.


Liverpool - Cardiff City 3:1. Diogo Jota (53. mín.), Takumi Minamino (68. mín.) og Harvey Elliott (76. mín.).

Chelsea - Plymouth Argyle 2:1.

5. umferð. 


Liverpool - Norwich City 2:1. Takumi Minamino (27. og 39. mín.).

Luton Town - Chelsea 2:3.

6. umferð. 


Nottingham Forest - Liverpool 0:1. Diogo Jota (78. mín.).
 
Middlesbrough - Chelsea 0:2.

Undanúrslit.


Liverpool - Manchester City 3:2. Ibrahima Konaté (9. mín.) og Sadio Mané (17. og 45. mín.).

Chelsea - Crystal Palace. 2:0.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan