| Sf. Gutt

Niðurtalning - 2. kapítuli


Áfram heldur niðurtalningin og nú verða nokkur afrek og met Liverpool í keppninni rakin. Komandi úrslitaleikur verður sá 15. í sögu Liverpool.


+ Liverpool hefur hingað til 14 sinnum leikið til úrslita í F.A bikarkeppninni og verður leikurinn á laugardaginn 15. úrslitaleikur liðsins.

+ Liverpool vann keppnina 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006.

+ Tap varð hlutskipti Liverpool árin 1914, 1950, 1971, 1977, 1988 1996 og 2012.

+ Fjórir leikjahæstu leikmenn Liverpool í bikarnum eru Ian Callaghan 79 leikir, Bruce Grobbelaar 62 leikir, Emlyn Hughes 62 leikir og Ian Rush 61 leikur.


+ Fjórir markahæstu leikmenn Liverpool í bikarnum eru: Ian Rush 39 mörk, Roger Hunt 18 mörk, John Barnes og Harry Chambers 16 mörk.

+ Ian Rush hefur alls skorað 43 mörk í F.A. bikarnum sem var met á 20. öldinni. Hann skoraði þessi mörk með Chester City 3, Liverpool 39 og Newcastle United 1. Markamet allra tíma á Harry Cursham sem skoraði 49 mörk fyrir Notts County á þar síðustu öld.

+ Leikjahæsti núverandi leikmaður Liverpool í F.A. bikarnum er Jordan Henderson. Hann hefur spilað 23 leiki í keppninni. Næstur kemur Roberto Firmino með 13 leiki.


+ Sadio Mané og Mohamed Salah eru markahæstir í FA bikarnum af núverandi leikmönnum Liverpool. Þeir hafa skorað fjögur mörk hvor. Takumi Minamino kemur næstur með þrjú mörk.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan