| Sf. Gutt

Spáð í spilin



Liverpool vs Tottenham Hotspur

Þá er búið að ganga frá því að Liverpool leikur til úrslita í Meistaradeildinni. En það er lítill tími til að fagna því þar sem komið er að næsta deildarleik. Liverpool mætir Tottenham Hotspur á Anfield Road annað kvöld. Liverpool berst enn á þremur vígstöðvum í von um að vinna Fernuna. Tottenham hefur enn að nokkru að keppa því liðið er í baráttu um að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar. Í þeirri baráttu er liðið vel statt en má ekki við neinu. Af þessum sökum er mikið undir í leiknum.


Liverpool lenti í vandræðum í fyrri hálfleik í Villarreal og lenti tveimur mörkum undir fyrir hlé. Margir töldu að Liverpool væri á leið úr keppninni. Skapstyrks skrýmslin sýndu sitt rétta andlit í síðari hálfleik, snéru leiknum sér í hag og unnu 2:3. Sannarlega vel að verki staðið. Ein hindrun að baki og sú næsta framundan. Staðan er óbreytt frá síðustu vikum og mánuðum. Liverpool verður að vinna sína leiki og vonast til að Manchester City verði á. 


Styrkur Liverpool íðustu vikur og mánuði hefur verið mikill. Það bætist við hópinn því Roberto Firmino er farinn að æfa á nýjan leik eftir meiðsli. Hið besta mál. Það er þó ljóst að Tottenham er öflugt lið og það er mun betra undir stjórn Antonio Conte en það var framan af leiktíðinni. Liðið hefur oft sýnt að það er meðal þeirra besta á góðum degi. Þess á milli villa það missa flugið. Helsta ógn liðsins er hin eldfljóta sóknarlína sem hefur stungið margar varnir af á leiktíðinni. Vörn Liverpool þarf að vera upp á sitt allra besta. Rangstöðuleikur Liverpool hefur gefið góða raun en á móti Tottenham má ekkert út af bera því hraði skyndisókna er mikill!

Ég spái því að Liverpool vinni 2:1 í miklum baráttuleik. Nýkrýndur Knattspyrnumaður ársins, Mohamed Salah, og Sadio Mané skora mörkin. Baráttan heldur áfram!

YNWA!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan