| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Knattspyrnumaður ársins
Samtök íþróttafréttamanna á Englandi hafa útnefnt Mohamed Salah sem knattspyrnumann ársins. Er þetta í annað sinn sem Salah hlýtur þessa nafnbót en síðast gerðist það árið 2018.
Salah fékk 48% atkvæða í kjörinu en Kevin De Bruyne hjá Manchester City varð í öðru sæti og Declan Rice hjá West Ham í því þriðja. Þann 5. maí næstkomandi verður athöfn þar sem Salah fær afhenta þessa miklu viðurkenningu.
Egyptinn verðskuldar svo sannarlega þessa útnefningu en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Hann er sem stendur markahæstur í deildinni með 22 mörk og leiðir einnig listann yfir þá sem hafa átt flestar stoðsendingar eða 13 talsins. Í öllum keppnum hefur hann skorað 30 mörk og lagt upp 14 en leikirnir eru alls orðnir 44 talsins.
Salah er þar með aðeins annar leikmaðurinn í sögu félagsins sem hlýtur þessa nafnbót tvisvar sinnum en þeir Kenny Dalglish og John Barnes afrekuðu það á sínum tíma.
Salah fékk 48% atkvæða í kjörinu en Kevin De Bruyne hjá Manchester City varð í öðru sæti og Declan Rice hjá West Ham í því þriðja. Þann 5. maí næstkomandi verður athöfn þar sem Salah fær afhenta þessa miklu viðurkenningu.
Egyptinn verðskuldar svo sannarlega þessa útnefningu en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Hann er sem stendur markahæstur í deildinni með 22 mörk og leiðir einnig listann yfir þá sem hafa átt flestar stoðsendingar eða 13 talsins. Í öllum keppnum hefur hann skorað 30 mörk og lagt upp 14 en leikirnir eru alls orðnir 44 talsins.
Salah er þar með aðeins annar leikmaðurinn í sögu félagsins sem hlýtur þessa nafnbót tvisvar sinnum en þeir Kenny Dalglish og John Barnes afrekuðu það á sínum tíma.

Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan