| Grétar Magnússon
Lokaleikir B-riðils í Afríkukeppninni fóru fram í gær, þriðjudaginn 18. janúar. Senegal og Gínea tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum.
Naby Keita, sem hafði verið valinn maður leiksins í fyrstu tveimur leikjum Gíneu, skoraði eina mark sinna manna í 2-1 tapi gegn Simbabve. Markið kom á 49. mínútu leiksins og þótti einstaklega glæsilegt en Simbabve menn höfðu komist í 2-0 strax í fyrri hálfleik. Því miður fyrir Gíneumenn náðu þeir ekki að skora fleiri mörk en tapið kom þó ekki í veg fyrir að liðið náði 2. sæti í riðlinum.
Senegal og Malaví gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins sem tryggði Mané og félögum toppsætið. Malaví menn verða að bíða og sjá hvort þeir verði eitt af þeim liðum sem kemst áfram með besta árangur í þriðja sæti síns riðils.
TIL BAKA
Mané og Keita áfram
Lokaleikir B-riðils í Afríkukeppninni fóru fram í gær, þriðjudaginn 18. janúar. Senegal og Gínea tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum.Naby Keita, sem hafði verið valinn maður leiksins í fyrstu tveimur leikjum Gíneu, skoraði eina mark sinna manna í 2-1 tapi gegn Simbabve. Markið kom á 49. mínútu leiksins og þótti einstaklega glæsilegt en Simbabve menn höfðu komist í 2-0 strax í fyrri hálfleik. Því miður fyrir Gíneumenn náðu þeir ekki að skora fleiri mörk en tapið kom þó ekki í veg fyrir að liðið náði 2. sæti í riðlinum.
Senegal og Malaví gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins sem tryggði Mané og félögum toppsætið. Malaví menn verða að bíða og sjá hvort þeir verði eitt af þeim liðum sem kemst áfram með besta árangur í þriðja sæti síns riðils.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur
Fréttageymslan

