| Sf. Gutt

Ég vil vera áfram!


Mohamed Salah hefur tekið af öll tvímæli um hvað hann vill í framtíðinni. Hann vill vera áfram hjá Liverpool! Hafi það eitthvað farið á milli mála. Hann segir þó að framtíð hans ráðist af því að samningar náist um nýjan samning við Liverpool. Hér er brot úr viðtali sem Mohamed gaf við tímaritið GQ.  

,,Ég vil vera áfram en hvernig það verður er ekki í mínum höndum. Það er allt í þeirra höndum. Þeir vita hvað ég vil. En ég er ekki að leggja fram einhverjar brjálæðislegar kröfur. Ég er búinn að vera hérna í fimm ár. Ég þekki félagið út og inn. Ég elska stuðningsmennina. Stuðningsmennirnir elska mig. Stjórnendum félagsins hefur verið gerð grein fyrir hvernig landið liggur. Þeir hafa þetta allt í hendi sér."

Vonandi nást samningar því Mohamed Salah er einn ef ekki besti knattspyrnumaður í heimi!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan