| Sf. Gutt
Búið er að opna æfingasvæði Liverpool eftir að því var lokað vegna farsóttarinnar. Eins og fram hefur komið hefur veiran skæða herjað á leikmannahóp Liverpool. Í leiknum á móti Chelsea vantaði Alisson Becker, Joël Matip og Roberto Firmino. Í síðasta mánuði misstu Virgil van Dijk, Fabinho Tavarez, Curtis Jones og Thiago Alcântara af leikjum vegna smits. Ef rétt er vitað eru allir lausir við pestina.
Fyrsta frétt ársins var auðvitað af smiti Jürgen Klopp. Svo smitaðist Pep Lijnders en hann stjórnaði Liverpool á móti Chelsea.
Bikarleikurinn gegn Shrewsbury Town á sunnudaginn verður leikinn. Knattspyrnusamband Englands sendi út tilkynningu til allra liða sem eftir eru í keppninni þess efnis að þau yrðu að senda liðs til leiks í 3. umferð hvernig svo sem smitstaðan væri. Reiknað er með að Peter Krawietz aðstoðarframkvæmdastjóri, sem er lengst til vinstri á myndinni að ofan, verði til svara á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun. Ekki liggur fyrir hver stjórnar Liverpool gegn Shrewsbury.
TIL BAKA
Búið að opna æfingasvæðið

Búið er að opna æfingasvæði Liverpool eftir að því var lokað vegna farsóttarinnar. Eins og fram hefur komið hefur veiran skæða herjað á leikmannahóp Liverpool. Í leiknum á móti Chelsea vantaði Alisson Becker, Joël Matip og Roberto Firmino. Í síðasta mánuði misstu Virgil van Dijk, Fabinho Tavarez, Curtis Jones og Thiago Alcântara af leikjum vegna smits. Ef rétt er vitað eru allir lausir við pestina.
Fyrsta frétt ársins var auðvitað af smiti Jürgen Klopp. Svo smitaðist Pep Lijnders en hann stjórnaði Liverpool á móti Chelsea.

Bikarleikurinn gegn Shrewsbury Town á sunnudaginn verður leikinn. Knattspyrnusamband Englands sendi út tilkynningu til allra liða sem eftir eru í keppninni þess efnis að þau yrðu að senda liðs til leiks í 3. umferð hvernig svo sem smitstaðan væri. Reiknað er með að Peter Krawietz aðstoðarframkvæmdastjóri, sem er lengst til vinstri á myndinni að ofan, verði til svara á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun. Ekki liggur fyrir hver stjórnar Liverpool gegn Shrewsbury.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur
Fréttageymslan

