| Grétar Magnússon

Afríkumót landsliða

Þann 9. janúar hefst Afríkumót landsliða, eins og flestum er kunnugt á Liverpool þrjá fulltrúa á mótinu, Mohamed Salah, Sadio Mané og Naby Keita. Þann 6. febrúar fer úrslitaleikurinn fram.

Mótið er spilað í Kamerún þar sem 24 landslið taka þátt og er þeim skipt niður í sex riðla. Liðin sem enda í tveim efstu sætum riðlanna fara áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum sem eru með bestan árangur í þriðja sæti. Fyrsti og síðasti leikur mótsins fara fram á Olembe leikvanginum í Yaounde.

Naby Keita (Gínea) og Sadio Mané (Senegal) eru saman í B-riðli ásamt Zimbabwe og Malawi. Hér má sjá leikjadagskrá riðilsins (allir leiktímar eru á íslenskum tíma). Þeir félagar mætast í öðrum leik riðilsins og líklega er það úrslitaleikur um toppsætið.Senegal - Zimbabwe, 10. janúar kl. 13:00.
Gínea - Malawi, 10. janúar kl. 16:00.
Senegal - Gínea, 14. janúar kl. 13:00.
Malawi - Senegal, 18. janúar kl. 16:00.
Zimbabwe - Gínea, 18. janúar kl. 16:00.

Senegal komust í úrslitaleik keppninnar árið 2019 gegn Alsír og töpuðu þar 1-0. Alsíringar skoruðu snemma leiks og í seinni hálfleik leit allt út fyrir að Senegal fengu gott tækifæri til að jafna þegar vítaspyrna var dæmd en myndbandsdómgæslan breytti þeirri ákvörðun og Alsír hélt út leikinn. Keita og félagar í Gíneu komust í 16-liða úrslit og töpuðu þar einnig fyrir Alsír 3-0. Gínea og Senegal hafa aldrei sigrað Afríkumótið í sögunni en Gínea fengu silfrið árið 1976 og Senegal árin 2002 og 2019.

Í D-riðli eru Mohamed Salah og félagar hans í egypska landsliðinu ásamt Nígeríu, Gíneu-Bissá og Súdan. Egyptar eru á höttunum eftir sínum áttunda titli en landið er það sigursælasta í sögu keppninnar og síðasti titill vannst árið 2010.

Leikir D-riðils eru eftirfarandi:

Nígería - Egyptaland, 11. janúar kl. 16:00.
Gínea-Bissá - Egyptaland, 15. janúar kl. 19:00.
Egyptaland - Súdan, 19. janúar kl. 19:00.

Egyptar komust ekki lengra en í 16-liða úrslit á síðasta móti árið 2019 sem var haldið í þeirra heimalandi. Töpuðu þeir nokkuð óvænt gegn Suður-Afríku 1-0. Síðast fóru Egyptar alla leið í úrslit keppninnar árið 2017 þar sem þeir mættu Kamerún. Egyptar komust yfir á 22. mínútu og lagði Salah upp markið. Kamerúnar komu hinsvegar til baka og skoruðu sigurmarkið á 88. mínútu leiksins, lokatölur 2-1.

Við munum að sjálfsögðu fylgjast með okkar mönnum á þessu móti. Við stuðningsmenn óskum þessum þremur köppum að sjálfsögðu góðs gengis í mótinu og vonandi koma þeir óskaddaðir aftur til Liverpool.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan