| Sf. Gutt

Dregið í FA bikarnum


Í kvöld var dregið í FA bikarnum. Liverpool mætir Shrewsbury Town. Liðin leiða saman hesta sína á Anfield Road. Leikið verður um aðra helgi á nýju ári. Shrewsbury leikur í þriðju efstu deild. 


Liverpool mætti Shrewsbury á þarsíðasta keppnistímabili. Liðin skildu jöfn 2:2 í Shrewsbury en Liverpool komst áfram eftir 1:0 sigur á Anfield. Vonandi nær Liverpool nú loksins að vinna FA bikarinn. Liverpool vann bikarinn góða síðast 2006.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan