| Grétar Magnússon

Landsleikir

Þrír leikmenn Liverpool spiluðu með landsliðum sínum á þriðja leikdegi landsleikjahrinunnar.

Wales og Hvíta-Rússland mættust í Cardiff og Neco Williams kom þar mikið við sögu í 5-1 sigri heimamanna. Williams skoraði annað mark Wales í leiknum á snyrtilegan hátt. Hann fékk boltann vinstra megin í vítateignum, lék innávið og skaut hnitmiðuðu skoti á nærstöngina sem endaði í netinu. Walesverjar eru öruggir með sæti í umspili um laust sæti á HM.


Þess má geta að Gareth Bale komst fyrstur Veilsverja í hóp þeirra sem hafa leikið 100 landsleiki. Hann á líka markamet Wales. Gareth hefur skorað 36 landsliðsmörk. Ian Rush átti metið lengi en hann skoraði 28 mörk fyrir Wales. 

Hollendingar mættu Svartfjallalandi á útivelli og með sigri gátu þeir tryggt sæti sitt á HM. Allt leit vel út framan af er Memphis Depay kom þeim í 0-2 en heimamenn jöfnuðu metin áður en yfir lauk. Virgil van Dijk var fyrirliði og spilaði allan leikinn. Hollendingar mæta Norðmönnum á heimavelli á þriðjudagskvöldið og geta tryggt sér sæti á HM með sigri.

Divock Origi kom inná sem varamaður á 84. mínútu þegar Belgar sigruðu Eistlendinga 3-1. Belgar hafa nú þegar tryggt sér sæti á HM í Katar.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan