| Sf. Gutt

Danny Guthrie bætti í verðlaunasafn sitt


Danny Guthrie fyrrum leikmaður Liverpool hefur verið úrskurðaður gjaldþrota eftir mikil fjármálavandræði. Hann hefur nú lagt skóna á hilluna.

Danny spilaði auðvitað síðasta sumar með Fram. Ferðin til Íslands var ekki til einskis því Danny bætti í verðlaunasafn sitt á Íslandi. Fram vann nefnilega næst efstu deild með yfirburðum á síðasta keppnistímabili. Danny spilaði 17 leiki með Fram. Einn var bikarleikur en hinir í deildinni.

Danny Guthrie hafði áður en hann kom til Íslands unnið einn titil á ferli sínum. Það var þegar hann var í liði Newcastle United sem vann næst efstu deild á Englandi á keppnistímabilinu 2009/10.


Danny Danny fæddist í Shrewsbury en byrjaði hjá Manchester United. Hann þótti ekki nógu góður þar á bæ og fór 15 ára til Liverpool. Hann þótti með efnilegustu miðjumönnum Liverpool og var um tíma fyrirliði varaliðsins. Hann spilaði sjö leiki með aðalliði Liverpooil á keppnistímabilinu 2006/07. Það voru einu leikir hans með Liverpool. 



Danny var lánaður til Southampton á seinni hluta leiktíðarinn 2006/07. Hann var aftur lánaður á næsta keppnistímabili og þá til Bolton Wanderers sem var í efstu deild.


Sumarið 2008 keypti Newcastle United Danny fyrir 2,25 milljónir sterlingspunda og lék hann þar til 2012. Newcastle féll 2009 en vann næst efstu deild vorið eftir og var Danny deildarmeistari með liðinu. Sumarið 2012 gekk Danny til liðs við Reading sem þá var í efstu deild. Danny var hjá Reading til 2015. Hann var um tíma það ár í láni hjá Fulham og þá um sumarið fór hann svo til Blackburn Rovers og lék þar til 2017.

Danny lagði þá lönd undir fót og gerði, í janúar 2018, samning við Mitra Kukar efstu deild í Indónesíu. Sumarið 2019 kom hann aftur til Englands og samdi við með Walsall sem var í þriðju efstu deild. Hann hætti hjá félaginu í byrjun síðasta árs. Danny lauk svo ferlinum með Fram.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan