| Grétar Magnússon
Nokkrir leikmenn spiluðu með landsliðum sínum á fyrsta degi þessa síðasta landsleikjahlés ársins. Hér má lesa hvernig þeim gekk.
Við byrjum á fréttum af Sadio Mané sem skaut okkur stuðningsmönnum skelk í bringu í gær þegar fréttist að hann hafi farið meiddur af velli í leik með Senegal.
Mané byrjaði leik gegn Tógó á útivelli en var tekinn útaf eftir aðeins 28 mínútur vegna meiðsla. Þjálfari Senegal, Aliou Cissé virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur: ,,Við tókum Mané af velli sem varúðarráðstöfun og þetta er ekki alvarlegt," sagði Cissé eftir leikinn.
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Senegal hafa þegar tryggt sér toppsætið í H-riðli undankeppninnar í Afríku. Þeir eru þar með öruggir um sæti í lokaumferð undankeppninnar.
Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn fyrir Grikki á heimavelli gegn Spánverjum í B-riðli undankeppni HM í Evrópu. Leikurinn endaði með 0-1 sigri Spánverja og eru Grikkir í þriðja sæti riðilsins, á eftir Svíþjóð og áðurnefndum Spánverjum og eiga enga möguleika á því að komast í umspil.
Írland og Portúgal mættust á Írlandi og þar sátu Caoimhin Kelleher og Diogo Jota allan tímann á varamannabekk þjóða sinna. Leikurinn endaði markalaus og eiga Írar ekki möguleika á því að komast áfram. Portúgal eru hinsvegar í toppsæti A-riðils og spila við Serbíu í lokaleiknum þar sem ræðst hvort liðið fer beint á HM.
Í Asíu undankeppninni spilaði Takumi Minamino í rúman klukkutíma fyrir Japan gegn Víetnam á útivelli. Minamino lagði upp eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Japanir eru í þriðja sæti B-riðils, stigi á eftir Ástralíu sem eru í öðru sæti og fjórum stigum á eftir toppliði Sádi-Arabíu. Tvö efstu liðin fara beint á HM en fimm umferðir eru eftir í riðlakeppninni.
Loks ber svo að geta að Brasilía vann 1-0 sigur á Kólumbíu í Suður-Ameríku undankeppninni. Alisson spilaði allan leikinn og Fabinho kom inná af bekknum á lokamínútunum. Brasilíumenn eru búnir að tryggja sæti sitt á HM en þeir hafa unnið 11 af 12 leikjum sínum í undankeppninni.
TIL BAKA
Landsleikir

Við byrjum á fréttum af Sadio Mané sem skaut okkur stuðningsmönnum skelk í bringu í gær þegar fréttist að hann hafi farið meiddur af velli í leik með Senegal.
Mané byrjaði leik gegn Tógó á útivelli en var tekinn útaf eftir aðeins 28 mínútur vegna meiðsla. Þjálfari Senegal, Aliou Cissé virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur: ,,Við tókum Mané af velli sem varúðarráðstöfun og þetta er ekki alvarlegt," sagði Cissé eftir leikinn.
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Senegal hafa þegar tryggt sér toppsætið í H-riðli undankeppninnar í Afríku. Þeir eru þar með öruggir um sæti í lokaumferð undankeppninnar.
Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn fyrir Grikki á heimavelli gegn Spánverjum í B-riðli undankeppni HM í Evrópu. Leikurinn endaði með 0-1 sigri Spánverja og eru Grikkir í þriðja sæti riðilsins, á eftir Svíþjóð og áðurnefndum Spánverjum og eiga enga möguleika á því að komast í umspil.
Írland og Portúgal mættust á Írlandi og þar sátu Caoimhin Kelleher og Diogo Jota allan tímann á varamannabekk þjóða sinna. Leikurinn endaði markalaus og eiga Írar ekki möguleika á því að komast áfram. Portúgal eru hinsvegar í toppsæti A-riðils og spila við Serbíu í lokaleiknum þar sem ræðst hvort liðið fer beint á HM.
Í Asíu undankeppninni spilaði Takumi Minamino í rúman klukkutíma fyrir Japan gegn Víetnam á útivelli. Minamino lagði upp eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Japanir eru í þriðja sæti B-riðils, stigi á eftir Ástralíu sem eru í öðru sæti og fjórum stigum á eftir toppliði Sádi-Arabíu. Tvö efstu liðin fara beint á HM en fimm umferðir eru eftir í riðlakeppninni.
Loks ber svo að geta að Brasilía vann 1-0 sigur á Kólumbíu í Suður-Ameríku undankeppninni. Alisson spilaði allan leikinn og Fabinho kom inná af bekknum á lokamínútunum. Brasilíumenn eru búnir að tryggja sæti sitt á HM en þeir hafa unnið 11 af 12 leikjum sínum í undankeppninni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan