| Sf. Gutt

Tekur Steven Gerrard við Aston Villa?


Er Steven Gerrard á suðurleið? Margt virðist benda til þess að Steven Gerrard yfirgefi Glasgow Rangers og taki við sem framkvæmdastjóri Aston Villa. Núna á sunnudaginn var Dean Smith vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Aston Villa. Það vantar því mann í starfið. 


Steven Gerrard hefur hafið samningaviðræður við Aston Villa og telja traustir fjölmiðlar eins og BBC og Liverpool Echo að samningar muni nást. Christian Purslow, fyrrum stjórnamaður Liverpool, er lykilmaður í ferlinu en hann er nú æðsti maður hjá Aston Villa. Steven Gerrard hefur hafið samningaviðræður við Aston Villa og telja traustir fjölmiðlar eins og BBC og Liverpool Echo að samningar muni nást. Christian Purslow, fyrrum stjórnamaður Liverpool, er lykilmaður í ferlinu en hann er nú æðsti maður hjá Aston Villa. Ljóst er að Steven er efst á lista hjá forráðamönnum Aston Villa sem næsti framkvæmdastjóri!

Steven Gerrard tók við sem framkvæmdastjóri Rangers vorið 2018. Hann gerði Rangers að Skotlandsmeisturum á síðasta keppnistímabili.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan