| Sf. Gutt
Í dag eru sex ár síðan Jürgen Klopp tók við sem stjóri Liverpool. Ekki er hægt að efast um að ráðningin hafi verið ein sú besta í sögu félagsins. Að minnsta kosti sú besta í seinni tíð. Hér eru nokkrar staðreyndir frá þessum sex árum.
- Jürgen Klopp tók við sem framkvæmdastjóri Liverpool 8. október 2015.
- Það eru 2.192 dagar liðnir frá því Jürgen Klopp tók við stjórn Liverpool.

- Í öllum keppnum hefur Liverpool leikið 328 leiki. Liverpool hefur unnið 197, gert 70 jafntefli og tapað 61.
- Liverpool er með 60,3% sigurhlutfall frá því Jürgen tók við.

- Liverpool hefur skorað 671 mark og fengið á sig 333 mörk.
- Roberto Firmino hefur leikið flesta leiki á valdatíma Jürgen eða 291.
- Roberto hefur leikið flestar mínútur af öllum leikmönnum. Mínúturnar eru alls 21.536.
- Elijah Dixon-Bonner er sá leikmaður sem hefur leikið styst. Hann kom inná sem varamaður á síðustu mínútunni í sínum eina leik hingað til.
- Mohamed Salah hefur skorað flest mörk á þessum sex árum. Egyptinn er búinn að skora 134.

- Roberto Firmino á flestar stoðsendingar eða 63 talsins.
- Á valdatíð Jürgen Klopp hefur Liverpool leikið 159 leiki á Anfield. Af þeim hefur Liverpool spilað 140 án þess að tapa.
- Liverpool hefur unnið fjóra titla á valdatíð Jürgen Klopp. Meistaradeildina, Stórbikar Evrópu, Heimsmeistarakeppni félagsliða og ensku Úrvalsdeildina.
TIL BAKA
Fyrir sex árum

Í dag eru sex ár síðan Jürgen Klopp tók við sem stjóri Liverpool. Ekki er hægt að efast um að ráðningin hafi verið ein sú besta í sögu félagsins. Að minnsta kosti sú besta í seinni tíð. Hér eru nokkrar staðreyndir frá þessum sex árum.

- Jürgen Klopp tók við sem framkvæmdastjóri Liverpool 8. október 2015.
- Það eru 2.192 dagar liðnir frá því Jürgen Klopp tók við stjórn Liverpool.

- Í öllum keppnum hefur Liverpool leikið 328 leiki. Liverpool hefur unnið 197, gert 70 jafntefli og tapað 61.

- Liverpool er með 60,3% sigurhlutfall frá því Jürgen tók við.

- Liverpool hefur skorað 671 mark og fengið á sig 333 mörk.

- Roberto Firmino hefur leikið flesta leiki á valdatíma Jürgen eða 291.

- Roberto hefur leikið flestar mínútur af öllum leikmönnum. Mínúturnar eru alls 21.536.

- Elijah Dixon-Bonner er sá leikmaður sem hefur leikið styst. Hann kom inná sem varamaður á síðustu mínútunni í sínum eina leik hingað til.

- Mohamed Salah hefur skorað flest mörk á þessum sex árum. Egyptinn er búinn að skora 134.

- Roberto Firmino á flestar stoðsendingar eða 63 talsins.

- Á valdatíð Jürgen Klopp hefur Liverpool leikið 159 leiki á Anfield. Af þeim hefur Liverpool spilað 140 án þess að tapa.

- Liverpool hefur unnið fjóra titla á valdatíð Jürgen Klopp. Meistaradeildina, Stórbikar Evrópu, Heimsmeistarakeppni félagsliða og ensku Úrvalsdeildina.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður
Fréttageymslan