| Sf. Gutt
Stórleikur á Anfield á sunnudaginn! Liverpool mætir Englands- og Deildarbikarmeisturum Manchester City. Liverpool hefur byrjað leiktíðina mjög vel og það hefur Manchester City líka gert. Í það minnsta munar aðeins einu stigi á liðunum þegar hér er komið við sögu. Mjög góð byrjun Liverpool á leiktíðinni yrði frábær byrjun ef Liverpool næði að vinna meistarana!
Liverpool á vel að geta unnið sigur. Liverpool hefur skorað mörg mörk hingað til og fimm í Portó í síðasta leik. Vörnin hefur líka verið góð og Alisson Becker öruggur að baki hennar. Trent Alexander-Arnold og Thiago Alcântara verða fjarri góðu gamni á sunnudaginn og munar um minna. En það tjáir ekki að fást um það. James Milner leysti Trent af í Portó og skilaði sínu með sóma eins og hans er von og vísa. Curtis Jones hefur spilað frábærlega á miðjunni í síðustu tveimur leikjum og ekki er ólíklegt að hann verði í byrjunarliðinu.

Manchester City vann sinn fyrsta sigur á Anfield í áraraðir á síðustu leiktíð. Liverpool var reyndar lengi vel inni í leiknum en City vann 1:4. City hefur valda menn í öllum rúmum og því þarf Liverpool að eiga algjöran stórleik til að vinna á sunnudaginn. Ég spái því að Liverpool hafi sigur 2:1. Mohamed Salah og Roberto Firmino skora. Mjög góð byrjun verður frábær byrjun!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Stórleikur á Anfield á sunnudaginn! Liverpool mætir Englands- og Deildarbikarmeisturum Manchester City. Liverpool hefur byrjað leiktíðina mjög vel og það hefur Manchester City líka gert. Í það minnsta munar aðeins einu stigi á liðunum þegar hér er komið við sögu. Mjög góð byrjun Liverpool á leiktíðinni yrði frábær byrjun ef Liverpool næði að vinna meistarana!

Liverpool á vel að geta unnið sigur. Liverpool hefur skorað mörg mörk hingað til og fimm í Portó í síðasta leik. Vörnin hefur líka verið góð og Alisson Becker öruggur að baki hennar. Trent Alexander-Arnold og Thiago Alcântara verða fjarri góðu gamni á sunnudaginn og munar um minna. En það tjáir ekki að fást um það. James Milner leysti Trent af í Portó og skilaði sínu með sóma eins og hans er von og vísa. Curtis Jones hefur spilað frábærlega á miðjunni í síðustu tveimur leikjum og ekki er ólíklegt að hann verði í byrjunarliðinu.

Manchester City vann sinn fyrsta sigur á Anfield í áraraðir á síðustu leiktíð. Liverpool var reyndar lengi vel inni í leiknum en City vann 1:4. City hefur valda menn í öllum rúmum og því þarf Liverpool að eiga algjöran stórleik til að vinna á sunnudaginn. Ég spái því að Liverpool hafi sigur 2:1. Mohamed Salah og Roberto Firmino skora. Mjög góð byrjun verður frábær byrjun!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann!
Fréttageymslan