| Sf. Gutt

Fara Brasilíumennirnir í bann?

Fara Brasilíumennirnir í bann? Líkur eru á að Brasilíumennirnir þrír, Alisson Becker, Fabinho Tavarez og Roberto Firmino, hjá Liverpool verði í banni í næsta leik. Ástæðan er stórundarleg!

Brasilíska knattspyrnusambandið hefur sem sagt farið fram á það við Alþjóðaknattspyrnusambandið að að þeir leikmenn, sem spila á Englandi, og ekki fengu leyfi til að fara í landsleikina sem fóru fram á dögunum verði settir í fimm daga bann. Ensku félögin vildu ekki leyfa leikmönnunum að fara til móts við landsliðs sín vegna þess að Suður-Ameríku er rauðmerkt vegna farsóttarinnar og hefðu leikmenn farið þangað hefðu þeir þurft að að fara í tíu daga sóttkví við endurkomu til Englands.

Bannið nær yfir landsliðsmenn hjá Liverpool, Leeds United, Manchester United og Manchester City. Það furðulega er að Richarlison, leikmaður Everton, er undanskilinn því hann gaf kost á sér í Olympíulið Brasilíu sem vann knattspyrnukeppni leikanna. Knattspyrnusambandið virðist því ekki vilja styggja Richarlison eða hvað? Stórundarlegt!

Á þessum tímapunkti er allt útlit á að Liverpool verði án Alisson og Fabinho á móti Leeds á sunnudaginn. Fjarvera Roberto skiptir ekki máli því hann er meiddur. Sem fyrr hefur verið hnykkt á þá er þetta mál stórundarlegt!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan