| Grétar Magnússon

Þriðji búningurinn kynntur

Liverpool hafa kynnt til leiks þriðja búning þessa tímabils og að þessu sinni er allt gult á litinn !


Sjón er sögu ríkari og með því að smella hér má sjá nokkra leikmenn félagsins, úr karla- og kvennaliði, skarta þessari flottu treyju.

Guli liturinn á sér nokkuð langa sögu hjá Liverpool eða allt til áranna eftir 1950 og í upphafi níunda áratugarins voru varabúningar liðsins oftar en ekki gulir. Síðast sáum við gulan varabúning tímabilið 2104-15. Það er ekki ólíklegt að þessi treyja eigi eftir að verða vinsæl hjá stuðningsmönnum.

Hægt er að forpanta með því að smella hér.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan