| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fjórir meiddir
Leiktíðin er rétt nýhafin og nú þegar eru fjórir leikmenn Liverpool komnir á meiðslalista sem var auður eða svo til þegar allt fór af stað.
Fyrstan skal telja Roberto Firmino. Hann fór út af undir lok fyrri hálfleiks í leik Liverpool og Chelsea fyrir viku. Hermt er að hann hafi meiðst aftan í læri. Ekkert hefur verið gefið út um hversu lengi hann verður frá en í sumum fjölmiðlum var talað, í vikunni, um nokkra mánuði.
Neco Williams fór ekki með landsliði Wales í þá leiki sem framundan eru. Ekki hefur komið fram hvers eðlis meiðsli hans eru og hversu lengi hann verður úr leik.
Í dag var tilkynnt að Takumi Minamino væri á heimleið úr herbúðum Japan eftir að hafa meiðst. Meiðlsin munu ekki vera alvarleg en alla vega var Japaninn sendur heim til meðferðar.
James Milner var ekki í liðshópi Liverpool í tveimur síðustu leikjum eftir að hafa leikið í fyrstu umferð á móti Norwich. Líklega ætti hann að vera orðinn leikfær eftir landsleikjahlé.
Eftir ævintýralegt meiðslafargan á síðustu leiktíð er að vona að sama verði ekki uppi á teningnum á þessari sem nú er nýhafin. Þó liðshópur Liverpool sé mjög sterkur má hann ekki við miklum meiðslum!

Fyrstan skal telja Roberto Firmino. Hann fór út af undir lok fyrri hálfleiks í leik Liverpool og Chelsea fyrir viku. Hermt er að hann hafi meiðst aftan í læri. Ekkert hefur verið gefið út um hversu lengi hann verður frá en í sumum fjölmiðlum var talað, í vikunni, um nokkra mánuði.

Neco Williams fór ekki með landsliði Wales í þá leiki sem framundan eru. Ekki hefur komið fram hvers eðlis meiðsli hans eru og hversu lengi hann verður úr leik.

Í dag var tilkynnt að Takumi Minamino væri á heimleið úr herbúðum Japan eftir að hafa meiðst. Meiðlsin munu ekki vera alvarleg en alla vega var Japaninn sendur heim til meðferðar.

James Milner var ekki í liðshópi Liverpool í tveimur síðustu leikjum eftir að hafa leikið í fyrstu umferð á móti Norwich. Líklega ætti hann að vera orðinn leikfær eftir landsleikjahlé.
Eftir ævintýralegt meiðslafargan á síðustu leiktíð er að vona að sama verði ekki uppi á teningnum á þessari sem nú er nýhafin. Þó liðshópur Liverpool sé mjög sterkur má hann ekki við miklum meiðslum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

