| Sf. Gutt

Sigur í æfingaleik


Liverpool vann öruggan sigur 3:1 á spænska liðinu Osasuna í æfingaleik á Anfield í kvöld. Þetta var síðasti æfingaleikurinn fyrir komandi leiktíð. 

Fyrir leikinn var Michael Robinson, sem lék fyrir bæði liðin minnst. Eins var Tommy Leishman minnst en hann lést á dögunum. Hann spilaði með Liverpool í kringum 1960. 

Byrjunarliði Liverpool var algjörlega breytt frá því í gær. Nokkrir af varamönnum gærdagsins voru líka á vakt í kvöld. 

Liverpool komst yfir á 14. mínútu þegar Takumi Minamino skoraði með skoti sem breytti um stefnu af varnarmanni. Japaninn, sem átti mjög góðan leik átti þátt í mörkum númer tvö og þrjú. Roberto Firmino skoraði þau bæði. Fyrst á 21. mínútu og svo 20 mínútum seinna. Bæði mörkin voru skoruð af stuttu færi. 

Liverpool réði lögum og lofum og hefði átt að skora meira áður en gestirnir löguðu stöðuna á 70. mínútu. Kike skoraði þá með skalla. Sigur Liverpool var öruggur og hefði átt að vera stærri. 

Liverpool: Kelleher, N. Williams (Bradley), Konate (Davies), Gomez (R. Williams), Tsimikas (Beck), Oxlade-Chamberlain, Fabinho (Thiago), Jones (Woodburn), Gordon (Origi), Firmino (Clarkson) og Minamino (Henderson).  

Áhorfendur á Anfield Road: 39.000.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan